Um mig

ummig1Hæhæ:)

Verið hjartanlega velkomin á bloggið mitt.

Ég heiti Hanna Rún Bazev Óladóttir og bý í Þýskalandi ásamt eiginmanni mínum Nikita Bazev og syni okkar Vladimir Óla Bazev.
Við Nikita erum ekki bara hjón heldur erum við einnig danspar. Við æfum og keppum útum allan heim á danskeppnum fyrir hönd Íslands, svo við fjölskyldan ferðumst því mikið um heiminn.

Hannarun.is er lífsstílsblogg þar sem ég fjalla um mitt persónulega líf, fjölskyldulífið, danslífið og áhugamálin mín.

Ég byrjaði að æfa dans 4 ára gömul og keppti á mínu fyrsta móti 1997 sem var Íslandsmeistaramót í ballroom og latín dönsum og sigraði bæði mótin. Ég hef orðið Íslandsmeistari á hverju ári síðan, nema 2012 en þá keppti ég ekki vegna veikinda, og 2014 þegar ég var ólétt. Sonur okkar fæddist 13.júní og við komum til baka sterkari en áður og Kepptum aftur í fyrsta skipti sem foreldrar á Íslandsmeistaramótinu janúar 2015 og sigruðum. Árið 2011 veitti dansíþróttasamband Íslands mér viðurkenningu fyrir að hafa sigrað 22 Íslandsmeistraratitla á síðustu 14 árum en það eru nokkrir búnir að bætast við síðan þá. Ég er einnig margfaldur Bikarmeistari Norður- Evrópumeistari DSÍ meistari Reykjavík International meistari UMSK meistari Sigrað mörg stórmót á erlendri grundu Farið á mörg Heimsmeistaramót , Heims-Bikarmeistaramót, Evrópu- Meistaramót, Evrópu-bikarmót og Norður-Evrópubikarmót fyrir hönd Íslands og náð besta árangri sem Íslendingar hafa náð á Heimsmeistaramóti og Evrópu-Bikarmóti í latín dönsum. Árið 2010 var ég fyrsti kvenmaðurinn til að vera kosin Íþróttakona Garðabæjar. Ég hef nokkrum sinnum verið valin dansari ársins Ásamt því að hafa verið kosin danspar ársins nokkrum sinnum. Ég og Nikita maðurinn minn erum núna aðeins einu sæti á Heimslista frá þvi að verða stjörnupar en það hefur aldrei gerst að íslenskt danspar hafi náð að verða stjörnupar svo það verður vonandi á næstu dögum sem það bætist inn :)