Fegurðina heim í stofu….

IMG_3013

Haustið er svo fallegur tími !…..

Í síðustu viku  fór ég með Vladimir Óla að týna laufblöð eftir leikskóla sem við notuðum síðan til að búa til fallegt haustmálverk.

IMG_3013

Loftið úti var svo ferskt og allir þessir fallegu litir útum allt í nátturunni, þvílík litardýrð. Landið okkar er svo fallegt eins og eitt stórt listaverk.

IMG_2916

Þvílík fegurð !….

IMG_3105

Við tókum með okkur grænu fötuna hans Vladimirs Óla sem við settum öll laufblöðin sem við týndum ofaní.

IMG_3102

IMG_3099

Við löbbuðum í sirka einn og hálfan tíma og týndum falleg haust laufblöð í öllum regnbogans litum…

IMG_3101

Tjokkó litli kom með okkur að finna laufblöð.

IMG_3016

þegar ég horfði í kringum mig leið mér eins og við værum stödd inní einhverju málverki, “Vá allir þessir fallegu litir”. Það var æðislegt veður alveg dúna logn og sólin skein á nebbann okkar.

IMG_3020

Við skelltum okkur síðan á rólóvöllinn í leiðinni og lékum okkur áður en við lögðum að stað til baka heim.

IMG_3011

IMG_3104

IMG_3100

Litla gullið mitt:)

IMG_3098

IMG_3106

Labba til baka með kaldan nebbann…

IMG_3010

Ég var búin að kaupa allt sem við þurftum til að gera haust lista verk áður en eg sótti Vladimir Óla í leikskólann.

IMG_3103

IMG_3018

Alllt var því tilbúið þegar við komin til baka með grænu fötuna sem var full að fallegum laufblöðum.

IMG_3192

Við vorum með málningar platta, fljótandi föndur lím, málningu, pensla í nokkrum stærðum, svamp og glimmer…

IMG_3015

Áður en Vladimir Óli byrjaði að líma laufblöðin á var ég búin að láta þau lyggja inní bók og pressast. Hann vandaði sig svo að setja glimmerið á og það vantaði sko ekki uppá einbeitinguna hjá mínum.

IMG_3002

Snillingurinn minn!….

IMG_3211

Fylla á glimmerið …

IMG_3210

“Tadddaaa..!!!” …Oooooo…Ég er svo ótrúleg ánægð með fallegu haust myndina sem Vladimir Óla föndraði ! Hún er algjört æði!!!… Allir litirnir og glimmerið, hann gerði myndina alveg sjálfur og valdi alla litina sjálfur:)

kveðja Stolta mamman:)

 

Haust kveðja á ykkur elsku lesendur , :) þangað til næst!… xxx

Snap Chat —> hannarun.is