Ekki missa af þessu!…

IMG_7092
  • Sæl og blessuð!!!!
    Fallegur dagur í dag, og alveg tilvalinn til að sýna ykkur svolítið fallegt …

Eins og kannski flestir sem þekkja mig vita þá eiga foreldrar mínir skartgripaverslunina Gullsmiðja Óla sem staðsett er í Hamraborg 5 í Kópavogi.

IMG_3048

Það er gaman að segja frá því að Gullsmiðja Óla hélt uppá 24 ára afmælið sitt þann 19. Júní síðast liðinn og er því fyrirtækið aðeins 3 árum yngri en ég. Ég var mikið á verkstæðinu hjá pabba og mömmu þegar ég var lítið og elskaði að skoða skartgripi og máta perlufestar og smellu lokka. 4 ára gömul byrjaði ég síðan í dansi, flestir vita að í dansinum er mikið um glamúr, skart og steinaða danskjola, ég ólst því upp í umhverfi þar sem mikið var um fallega glitrandi hluti, svo það er kannski ekki skrítið að ég sé skartgripasjúk og elska allt sem glitrar.

IMG_2715

Eitt af því fyrsta sem pabbi minn hannaði 1994 var Silkilínan. Þessi skartgripa lína varð strax vinsæl og er ennþann dag í dag ein vinsælasta línan í versluninni.

IMG_4934

Silkilínan er líka ein af mínum allra uppáhalds!…

IMG_2717

IMG_3046

Silfur skart í silkilínunni… Það er bæði til herra og dömu skart í silkilínunni og einnig skýrnarvörur.

IMG_0260

14 kt gull hringir í silkilinunni…

Ég er alveg ástfangin af silkilínunni og þegar ég var lítil stelpa dreymdi mig um að eignast Silkilínuhring  í gulli . Ég var ný orðin 6 ára þegar ég fékk drauma gripinn . Ég á hringinn auðvitað ennþá og nota hann mikið. Eftir að ég varð eldri og stækkaði varð hringurinn of lítill svo ég lét pabbi stækka hringinn fyrir mig svo ég gæti haldið áfram að nota hann :)

Pabbi er því ekki bara í því að smíða skart heldur tekur að sér viðgerðir eins að laga, breyta, bræða og smíða uppúr gömlu skarti, hreynsa gamalt skart sem farið er að láta á sjá og gera eins og nýtt, svo er hann líka að áletra.

IMG_3032

Þennan fallega silfur bolla og skeið fékk Vladimir Óli í skírnargjöf frá ömmu sinni í Rússlandi, það var farið að falla mikið á hann eins og sést niðri í hægra horninu. Við létum því pabba pússa settið upp fyrir okkur og það varð svo fallegt alveg eins og nýtt!

Það sem mér finnst alveg einstakt við hans áletranir er að allt sem hann grefur í er hand grafið, hann notar ekki vél eins og flestir gullsmiðir gera í dag. Talandi um það þá verð ég að sýna ykkur glasið sem hann gaf mömmu í 52 ára afmælisgjöf.

IMG_3057

Á 52 ára afmæli  hennar mömmu voru Þau búin að vera saman í 32 ár eða 11.688 daga. Pabbi gaf mömmu því hand blásið kristals glas sem hann var búin að hand grafa 11.688 hjörtu á. Inná milli eru stærri gull hjörtu sem eru ártölin og tákn um stóra daga eins og daginn sem þau kynntust, brúðkaupsdaginn  þeirra , fæðingardagar okkar systranna og fæðingardagar barnabarnanna. Pabbi var um  80 klukkustundir að grafa á glasið.

IMG_3040IMG_3041

Svipurinn sem kom á mömmu þegar hún fékk glasið! Þetta er svo GEGGJAÐ !!!

Pabbi gaf mömmu líka falleg handsmíðuð silfur glös í Silfurbrúðkaupsgjöf. Þau voru mjög táknræn, ekki bara því hann smíðaði þau handa henni, heldur vegna þess að fóturinn sem að heldur glösunum er steinn úr náttúrunni. Þetta er samt ekki bara einhver náttúrustein heldur  fór pabbi fyrir utan fyrsta heimilið sem þau fóru að búa saman og fann stein sem hann síðan skar í sundur og notaði sem fót.

IMG_3044

Pabbi var búin að semja texta við lag um þau hvernig þau kynntust og árin þeirra saman, þetta var algjör snilld ! Pabbi söng frumsamda lagið sitt og var með gítarleikara sem spilaði undið. Pabbi færði síðan mömmu glösin í miðju lagi eða í erindi sem að hljómaði svona :

“komdu Eygló og stattu hér hjá mér,

það er svolítið sem mig langar að færa þér,

tvö lítil glös sem standa á steini Sogavegi frá,

þvi þar hófst buskapurinn okkur hjá.”

IMG_3066

Glös eru ekki það eina sem hann grefur í… hann grefur í allt milli himins og jarðar. Ég keypti t.d fallegt gyllt naglaklippu sett fyrir Nikita sem ég gaf honum í jólagjöf. Ég lét pabba grafa nafnið hans í klippurnar sem mér fannst meira persónulegt ….líka því ég var alltaf að týna öllum klippum í húsinu en þessar klippur fær hann að eiga í friði 😉

IMG_2693

Þegar Nikita bað mín lét hann aðsjálfsögðu pabba smíða trúlofunarhringinn minn. Pabbi þekkir stelpuna sína vel og vissi alveg hvernig hring ég vildi þar sem eg hafði marg oft sýnt honum hring og sagt svona hring væri ég til í að eiga þegar ég mun gifta mig einn daginn.

IMG_3088

Nikita fór svo á skeljarnar fyrir framan Gullfoss… ég get rétt ymindað mér hvað það hefur verið erfitt fyrir pabba að hafað vitað af þessu í langan tíma á undan mér, og alltaf að passa að ég myndi ekki sjá hringinn þegar hann var að smíða hann.

IMG_3058

Ég og pabbi dönsuðum auðvitað inn kirkjugólfið :)….

IMG_3063

Pabbi smíðaði síðan líka giftingarhringana okkar. og við völdum að hafa þá póleraða sem þýðir bara að þeir eru alveg háglans.

IMG_3074

Perlufestin sem ég var með á brúðkaupinu var líka frá Gullsmiðju Óla, pabbi áletraði síðan brúðarglösin með nöfnunum okkar og líka mynd af danspari. Það var nóg að gera hjá pabba fyrir brúðkaupið okkar því við skírðum Vladimir Óla sama dag. Vladimir Óli fékk handsmíðaðann 14 karata gull kross frá mömmu og pabba sem pabbi smíðaði með nafninu hans áletrað aftaná.

IMG_3075

Elsti skartgripurinn sem ég á er líka 14 kt gull kross sem pabbi smíðaði handa mér á skírninni minni. Við systurnar eigum allar eins kross með nöfnunum okkar aftaná sem pabbi smíðaði.  Ég er alltaf með krossinn minn á mér og ég bað um að krossinn hans Vladimirs Óla yrði gerður þannig að hann getur haldið áfram að nota hann þegar hann verður eldri.

IMG_3108

Vladimir Óli með krossinn sem Óli afi smíðaði…

Í kringum fermingu bað ég pabba að bæta á krossinn minn . Það eru til hálsmen sem heita Trú, von og kærleikur, sem er kross akkeri og hjarta. Ég bað pabba að smíða dansskó og hjarta úr gulli í stíl við krossinn svo ég er með trú, dans og kærleik á mínu hálsmeni í staðinn. Ég er alltaf með það.

IMG_3067

Mér þykir alveg rosalega vænt um þetta hálsmen þar sem það er mjög táknrænt fyrir mig og þarna er líka krossinn sem ég var skírð með, en ég á annað hálsmen sem mér þykir líka alveg ofboðslega vænt um því það er líka mjög sérstakt.

IMG_2694

Það sem er svo sérstakt við þetta hálsmen er að þetta er fyrsta barna tönnin sem ég missti. Ég las fyrir ekkert svo löngu samtöl milli mæðra þar sem var verið að ræða barnatennur, og þar las ég og sá að mörgum mæðrum þótti ógeðslegt að geyma barnatennur og hafa þær dinglandi í einhverju boxi og sögðust því henda barna tönnunum af sínum börnum. Öll erum við nú misjöfn en ég gæti aldrei hugsað mér að henda fyrstu barna tönninni sem Vladimir Óli mun missa. Það sem pabbi gerði var að hann smíðaði 14 karata gull fatningu utanum fyrstu tönnina sem ég missti og hengdi á gull keðju.

IMG_2695

Þegar ég var með hálsmenið á mér þegar við forum t.d í veislur , þá héldu margir að þetta væri Perla sem ég var með um hálsinn. Ég var líka oft spurð hvaða stein ég væri með hangandi um hálsinn . Þegar ég síðan sagði fólki að þetta væri fyrsta tönnin sem ég missti var það ekki að trúa því og fannst hálsmenið ennþá fallegra þegar það heyrði hvað þetta var. Pabbi gerði svona hálsmen fyrir okkur systurnar úr fyrstu barna tönninni sem við misstum og ég vill láta gera eins fyrir Vladimir Óla þegar hann missir sína fyrstu tönn. Það er líka kannski annað að eiga fyrstu barna tönnina sína í svona fallegum skartgrip eða bara í einhverju boxi.
Bæði pabbi og mamma eru miklir hönnuður þegar kemur að mörgu og hafa þau bæði hjálpað mér og Nikita að hanna dansbúningana okkar…

mamma er mikil listakona og niðrí Gullsmiðju Óla eru líka listaverk sem eru handgerð og handmáluð eftir hana.  Það sem er svo magnað við þessi málverk er að þau eru öll búin til úr eggjaskurn úr íslenskum landnámshænu !….

IMG_3034

Pabbi hefur smíðað marga flotta verðlaunagripi og viðurkenningar. Hér er ein sem mér finnst mjög falleg sem hann var beðinn um að hanna og smíða fyrir Harison Smith.

IMG_3036

Harrison Smith kom og heimsótti Ísland fyrir ekki svo löngu en hann var síðasti maðurinn sem steig á tunglið.

IMG_3039

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti sá síðan um að afhenda viðurkenninguna. Ég spurði pabba hvort viðurkenningin táknaði eitthvað og hann sagði mér það……

Hann hannaði ekki bara fallegan grip heldur grip með sögu. Grunnurinn er Birki , því þegar Víkingar komu til landsins segir sagan að landið hafi verið skógi vaxið Birkiskógi. Ofaná Birkinu er síðan steinn. En steinninn er sérstakur því á árunum 1965-1968 æfðu geymfaranir sig hjá Öskju því það var talið að landslagið þar væri svipað og á tunglinu sem það reindar var. Pabbi fékk því stein frá því svæði. Ofaná steininum eru tvö silfurfótspor( sjást ekki á myndinni) sem eru tákn um ferðina hans til tunglsins, síðan smíðaði hann silfur tungl fyrir aftan sem var í laginu eins og það var þann dag sem að Harrison Smith steig á tunglið.Tunglið sem hann smíðaði leit því eins út eins við horfðum á það frá jörðu þann dag sem hann var á tunglinu. Framaná steininum er síðan silfur plana sem hann áletraði með íslensku rúnaletri “þú og tunglið með okkar augum 7.desember 1972”

En þetta er eitt af mörgum mörgum meistaraverkum sem hann hefur gert !….

EN núna næsta laugardag þann 7. Október á Gullsmiðurinn sjálfur afmæli og ég hef aldrei kynnst manneskju sem er jafn mikið afmælisbarn og pabbi.

Í tilefni þess ætlar Gullsmiðja Óla að bjóða 20% afmælis afslátt af ÖLLU í versluninni!!!….sem dæmi…

Gjafakortum…..

IMG_3077

Gjafakort í Gullsmiðju Óla á 20% afslætti

IMG_2698

Þessi handgerða kóngakeðja í silfri er með fallegri keðjum sem ég veit um ….

IMG_2699

Ég er svo hrifin af þessum hálsmenum sem eru ný í Gullsmiðju Óla þau eru úr stáli svo það fellur ekki á þau og síðan er gler sitthvoru megin. Þau eru til í nokkrum gerðum og lögum. Hægt er að opna þau og setja falleg skraut inní. Vladimir Óli sonur okkar gaf ömmu sinni í Rússlandi Svona hálsmen sem við vorum búin að setja vel valið skraut inní. Hvert og eitt skraut sem við völdum  hefur sérstaka þýðingu og gerir menið mjög persónulegt og einstakt.

IMG_4937

IMG_2711

IMG_2713

IMG_2706

Mikið úrval af fallegum prinsessu hringum !…

IMG_9233

Handsmíðaðir 14 kt gullhringir í silkilinunni, þeir eru svo endalaust fallegir, innifalin fyrsta minnkun eða stækkun á öllum hringum …

IMG_9214

14kt Gull demants skart….

IMG_3025

Handsteinuðu barnaskórnir verða líka á 20% afslætti …. allt skart og gjafavörur ….

IMG_9203

Hægt að næla sér í Nýju Fallegu skýfu hálsmenin með 20% afslætti ,til í silfruðu rósagylltu og gylltu. Hægt er að velja sér umgjörð og skipta út skýfunum sem eru í miðjunni. Falleg gjöf ég tala nú ekki um fallegt í jólapakkann !!!

Og svona talandi um jólapakka ….þið sem viljið vera snemma í jólainnkaupum í ár og nýta 20% afsláttinn,  getið meiraðsegja látið pakka inn fyrir ykkur jólagjöfinni , ykkur að kostnaðarlausu.

IMG_3080

Ekki bara í jólapakkann samt hvaða pakka sem er :)

IMG_7092

Handsmíðuð silfur armbönd….

IMG_3026

Fallegt handsmíðað silfur skart með Eilífðartákninu, hálsmen armbönd og hringar…
IMG_2718

Mikið úrval af glæsilegu skarti og gjafavörum á 20% afslætti sem gildir til klukkan 14:00 laugardaginn 7.október!!!

IMG_6552

IMG_3089

Afslátturinn  hefst í dag fimmtudag 5.Október um leið og versluninn opnar klukkan 10:00-18:00 og verður fram til lokunar laugardag 7.oktober (opið frá 10:00-14:00 laugardag)

Afmælisafslátturinn gildir því eingöngu í 3 daga !!!

IMG_3076

20% AFMÆLIS AFSLÁTTUR í Gullsmiðju Óla Hamraborg 5 Kópavogi !!!

IMG_0259

Ekki missa af þessu, ég ætla að kveðja í bili þangað til næst 😉