Kominn tími til !!!

IMG_0311

Nú finnst mér ekki annað hægt en að skella í eitt blogg fyrir ykkur elskurnar sem hafið gaman af því að fylgjast með okkur fjölskyldunni og ævintýrum okkar. Það er nú komið frekar langt síðan ég setti inn blogg síðast og auðvitað hellingur búið að gerast í millitíðinni,  en í þessu bloggi ætla ég aðeins að segja ykkur frá því sem er að gerast núna og hvað er framundan.

IMG_0311

Við fjölskyldan erum stödd í Rússlandi og erum búin að vera hér í 3 vikur. Við eigum eftir að vera hér í 4 daga í viðbót í fríi.

IMG_0331

Hér er búið að vera yfir 30 stiga hiti frá því við komum nema í tvo daga, þá kom grenjandi rigning þrumur og eldingar og ég og Vladimir Óli vorum ekki að hata það, okkur fannst það bara pínu spennandi:)

IMG_9709

Í þessum hita er svo gott að fá sér ís… það er að vísu alltaf gott 😉 en samt sérstaklega gott þegar það er svona rosalega heitt.

IMG_0332

Það sem ég elska mest í þessum hita er að fara í göngutúr á kvöldin. Hér stutt frá þar sem fjölskyldan hans Nikita býr er risa stór göngugata sem er við ströndina,  það er æðislega fallegt að fara þangað í göngutúr, sérstaklega á kvöldin.

IMG_9724

IMG_0334

Mamma hans Nikita skellti sér með okkur í kvöld göngu eitt kvöldið :)

IMG_9713

Við áttum mjög huggulega stund saman…

IMG_9742

Við hjónin :)

IMG_0262

IMG_9712

Vladimir Óli var með besta útsýnið , já  stundum er sko gott að vera lítill og geta bara látið halda á sér:)

IMG_0261

Fullkomin staður til að slappa af og fá góðar hugmyndir…

IMG_9706

IMG_9529

Fallega gullið mitt:)

IMG_9353

Við erum búin að gera margt og mikið skemmtilegt frá því við komum. Ég hélt meðal annars upp á afmælið mitt hér, eða Nikita réttara sagt, því það var hann sem planaði óvæntan afmælis dinner og var búinn að bjóða góðu vinafólki okkar.

IMG_9375

Veitingarstaðurinn er staðsettur inní miðjum skógi og umhverfið í kring alveg æðislegt! Ég elska fallegan gróður og fallega náttúru svo þetta var alveg fullkomið!

IMG_9374

IMG_9352

Ég fékk auðvitað fullt að pökkum og fallega blómvendi, ég var samt búin að segja við Nikita að ég vildi engar gjafir…. en hann hlustaði auðvitað ekkert á það og ég fékk fullt fang af pökkum!!!

IMG_9774

Ég fékk svo afmælis dans frá Dimitry :)

IMG_9780

IMG_0492

Nikita fylgist vel með og veit að pastel bleikur er orðinn einn af mínum uppáhalds litum núna (hverjum hefði dottið það í hug) og valdi því pastel bleikar afmælis rósir handa mér.

IMG_0489

Mér var samt alvara þegar ég sagðist ekki vilja pakka, því fyrstu dagarnir hér fóru í það að versla. Fyrsti verslunar leiðangurinn gekk svona rosalega vel, svo við tókum bara annan verslunarleiðangur á degi tvö… áður en við vissum af var dagur þrjú runninn upp og við stödd í mollinu aftur. Ég veit ekki hvernig ég á að koma öllu þessu dóti ofaní ferðatöskuna mína en ég skal nokk redda því ….með nokkrum kílóum í yfirvigt…

IMG_0204

Vladimir Óli kann sko að gleðja mömmu sína, hann færði mér þetta fallega sólblóm úr garðinum hjá ömmu sinni:) Á morgnanna förum við alltaf útí  garð og sækjum okkur fersk hindber, epli og plómur.

IMG_9779

Við erum búin að fara mjög reglulega í miðbæinn í göngutúr, því á göngugötunni eru rafmagnsbílar og hoppukastalar útum allt sem Vladimir elskar að fara í….

IMG_0285

Ég hef ekki töluna á því hvað hann er búinn að fara oft í bílana, en bílarnir og hoppukastalarnir eru það vinsælasta hjá mínum þessa dagana:)

IMG_0296

IMG_0250

Litli sæti töffarinn minn :)

IMG_9850

Hér í miðbænum er margt fallegt að sjá eins og t.d. þessa fallegu byggingu. Þetta er aðal leikhúsið hér í Penza. Ég og Nikita fórum á óperu sýningu þarna inni þegar ég var ólétt af Vladimir Óla og það var æði!

IMG_0466

Gullin mín :)

IMG_0307

IMG_0402

IMG_0467

Vladimir litli dundari að leika sér með krókódíllinn sinn á meðan mamma mátaði alla skóbúðina 😉

IMG_9648

Við vorum ótrúlega heppin í einum verslunarleiðangri sem við fórum í. Við vorum að skoða í búðarglugga þegar alltí einu heyrðist í Vladimir Óla “Ljóóón”!!!!

IMG_9670

Þá var ljón í einum búðarglugganum sem var að labba um…. við athuguðum málið betur og þá var þarna hálfgerður dýragarður inní mollinu sem við fórum og skoðuðum.

IMG_0515

IMG_9667

Hægt var að halda á dýrunum og gefa þeim að borða ef maður vildi… Við klöppuðum líka birni sem var rétt rúmlega 6 mánaða gamall. það var páfugl á röltinu um staðinn skjaldbökur í vatni sem hægt var að halda á, kanínu ungar, svart úlfar, refir og fullt af fleiri fallegum dýrum. Hægt var að klappa þeim öllum:)

IMG_0490

Apar eru eitt af mínum uppáhalds dýrum og ég hefði mikið viljað taka þennan yndislega litla apa með mér heim. Eftir að hann var búinn að borða bananann sem ég gaf honum, hoppaði hann í fangið mitt. Hann var svo hlýr og mjúkur elsku litla krúttið!

IMG_0085

Það eru margir fallegir staðir hér í kring sem er stutt fyrir okkur að fara á. Við erum búin að fara nokkrum sinnum í skemmtigarðinn með Vladimir Óla, þar eru mikið af skemmtilegum tækjum fyrir alla aldurshópa.

 

IMG_0505

IMG_0504

Það er mjög huggulegt að fara í göngutúr í garðinum. Gróðurinn hér er líka svo fallegur !

IMG_0508

Þvílík fegurð !

IMG_0084

Vladimir Óli fór með pabba sínum í fullt af tækjum sem var heldur betur mikið stuð og fór síðan í alla hoppukastalana!….

IMG_0335

Við erum líka búin að fara í dýragarðinn, þar sáum við fullt að flottum dýrum og Vladimir Óli skellti sér á Póníhestbak.

IMG_0295

Vladimir lét líka mála kónguló á kinnina á sér því þær eru í miklu uppáhaldi ( annað en hjá mér) Og eitt af því sem honum finnst skemmtilegast er að fara út og týna pöddur og kóngulær með MÖMMU sinni !..

IMG_0491

Maríubjöllur samt  í miklu uppáhaldi hjá mér, og hafa verið það frá því ég var lítil stelpa. þær koma reglulega og segja hæ við okkur.

IMG_0509

Flottasti ökumaðurinn að skutla mömmu sinni  😉

IMG_0381

Í fyrradag fórum með vinafólki okkar á æðislegan stað þar sem við tókum dag í slökun, grilluðum og höfðum kósí með krökkunum.

IMG_0388

Við völdum að vera fyrir framan sundlaug svo hægt væri að kæla sig í hitanum.

IMG_0512

IMG_9852

IMG_0390

Umhverfið á þessu svæði er eins og í ævintýra bók það er svo ótrúlega fallegt.

IMG_0387

Við rákumst á þessa þegar við tókum göngutúr um garðinn :)

IMG_0514

IMG_9925

Ég og Irena vinkona :)

IMG_0008

Við erum búin að gera svo margt og mikið skemmtilegt frá því við komum hingað, að ef ég færi að segja ykkur frá öllu í þessu eina bloggi þá yrði þetta alltof langt. Ég ætla því bara að láta þetta duga í bili. En á þriðjudaginn fljúgum við til baka heim til Íslands og förum beint í það að flytja í nýtt hús sem ég ætla að segi ykkur betur frá seinna.

En svo minni ég ykkur á snap Chattið mitt: hannarun.is þar er líka hægt að fylgjast með mörgu sem er að gerast :)

þangað til næst :)