Loksins fann ég það !!!!

IMG_4335

Ég og Nikita ferðumst mikið um heiminn eins og þið flest vitið sem hafið verið að fylgjast með okkur. Við höfum stundum verið að ferðast til nokkra landa á mánuði til að sýna, keppa og æfa líka, og því er álagið á svoleiðis ferðum gríðarlega mikið, og ekki mikið um svefn. Þegar við erum að sýna eða keppa þá er mikið notað af öllu sem heitir brúnkukrem og make-upp, en þá aðalega ég samt …Nikita er ekkert svo mikið í því;)

Á svona ferðalögum til mismunandi landa þar sem loftslagið er öðruvísi í bland við margt annað, brjótast oft út bólur í andlitinu á mér og húðin mín verður óhrein…

IMG_4335

Ég er með frekar viðkvæma húð og get því ekki notað hvaða krem sem er, þá sérstaklega ekki krem með ilmefnum, mig fer að klægja mikið í húðina og fæ útbrot og það brjótast líka oft út einhverjar leiðinda bólur ef ég nota krem sem ég þoli illa. Ég hef lengi verið að leita mér af kremi sem mér líkar vel við og fyrir stuttu kynntist ég nýju kremi sem inniheldur ENGIN ilmefni og heitir Dermatude, ég er svo ótrúlega ánægð með kremin og hreinsilínuna frá þeim að ég varð að deila þessum kremum með ykkur!!!!

IMG_4439

Falleg húð er eitthvað sem allir vilja vera með, við erum auðvitað mjög misjöfn… sumir eru með þurra húð og aðrir feita ,sumir eru bara svo heppnir að vera alltaf með fallega slétta húð og fá nánast aldrei bólur, en svo eru það fólk eins og ég sem eru með slétta húð einn daginn og næsta dag er andlitið stútfull af bólum!….

IMG_4346

Það eru til mikið af allskonar kremum frá Dermatude.

Ég er alveg ástfangin af rakakreminu frá þeim Active Hyda Booster, virka efnið hyaluronsýra í kreminu er að finna í húðinni, þar sem það kemur með náttúrulegum hætti og tryggir rétt rakajafnvægi í húðinni. Rakakremið nota ég alltaf eftir sturtu og á morgnanna áður en ég mála mig og já ég gjörsamlega elska þetta krem!

IMG_4438

Ég á einnig Oxygen Boost hreinsimjólkina frá þeim sem ég nota til að hreinsa farðann af mér á kvöldin áður en ég fer að sofa. Hreinsimjólkin er rík af mýkjandi efnum og inniheldur Revitalin sem ég vissi ekki hvað var fyrr en ég tékkaði á því, en það örvar súrefnis upptökur húðarinnar. Ég elska að strjúka yfir húðina mína eftir að vera búin að hreinsa hana með hreinsimjólkinni hún verður svo þétt og mjúk!

IMG_4437

Ég á líka Oxigen Boost Toning Lotion sem er andlitsvatn,  hann nota ég eftir að ég hef hreinsað húðina vel með hreinsimjólkinni. Oxigen Boost andlitsvatnið stuðlar að rakabindandi eiginleikum húðarinnar og inniheldur líka efnið Revitalin sem örvar súrefnis upptöku. Andlitsvatnið er án alkóhóls, það ver húðina og jafnar sýrustigið.

IMG_4345

Ég á líka Soft Radiance djúphreinsinn frá Dermatude, hann inniheldur ensím og fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar blóðflæðið en hann nota ég oftast bara tvisvar í viku því hann er mjög virkur.

IMG_4334

Síðan er það Perfect Skin Blur Creme sem ég nota á hverjum degi áður en ég mála mig, en það krem er í raun eins og primer, fyllir uppi holur og gerir jafnari áferð á húðina eftir að makeupið er komið á og áferðin á húðinni verður fallegri. Ég ber alltaf rakakrem á undan áður en ég ber þunnt lag af Perfect skin kreminu á andlitið.

Dermatude kremin fást í Sisco-Snyrtistúdíó Suðurhrauni 1. Garðabæ. Ég kíkti þangað nú á dögum því ég var svo forvitin að skoða vörurnar hjá þeim. Ég fylltist ró þegar ég labbaði inn, allt var svo fallegt og bjart. Ég er ekki bara ástfangin af kremunum frá þeim heldur líka TWEEZERMAN vörunum!!!!

Ég verð eiginlega að fá að deila líka með ykkur fallega nýja Tweezerman settinu sem ég var að fá sem ég er svo endalaust ánægð með ….

IMG_4338

En þessi Rósagull þrenna hér frá Tweezerman er  svo falleg!…Rósagull plokkari, augnhárabrettari og svo taska undir í stíl!…plokkarinn er mjög veglegur og það fer ekki á milli mála þegar hann er í höndunum á manni. Augnhárabrettarinn er geðveikur og brettir vel uppá augnhárin svona eins og vil hafa þau… svo er hann líka svo fallegur ! Það fylgir með gúmmítappi til að hafa á endanum á plokkaranum sem ver hann. það er óþolandi þegar plokkarar hætta að lokast alveg og maður nær ekki einu einasta hári, kannski EINU ef maður er heppinn!

IMG_4429

Það er eitt sem ég vissi ekki varðandi augnhárabrettarana frá Tweezerman, en það er hægt að fá brettara fyrir mismunandi augnumgjörð !…

IMG_4443

Rósagull taskan er líka svo falleg!!!…

IMG_4442

Ég geymi plokkarann og brettarann í töskunni, og svo er auðvitað hægt að vera með annað snirtidót með ofaní:)

Það eru ekki bara til rósagull plokkarar og augnhárabrettarar frá Tweezerman heldur eru þeir til í fleiri litum. En ég elska Rósagull og gull….

IMG_4349

Svo er það þetta sæta litla gull sett!…. ég hætti að ganga með plokkara á mér þegar ég lenti einu sinni í því að vera að ná mér í eitthvað makeup ofaní tösku þegar ég fékk beitta endann af plokkaranum undir nöglina …. það var mjöööög vont svo ég tók hann upp þann dag og hætti bara að vera með hann á mér….

IMG_4347

En þetta gull sett er snilld !!..ekki bara vegna þess að það er svona fallega gyllt og með glimmeri líka ,heldur vegna þess að það fer svo lítið fyrir þeim. Gyllta taskan gerir það svo að verkum að svona klaufar eins og ég fá þá ekki beitta endann undir nöglina þegar verið er að gramsa í veskinu;)

IMG_4432

Ég er reindar alltaf með plokkara í töskunni minni núna eftir að lenti einu sinni í því að verða vör við hár á kinninni á mér þegar var á stödd á flugvellinum í Portúgal!. Mér fannst það fyrst bara fyndið, ég ætlaði að slíta þetta litla sæta hár af sem hafði greinilega eitthvað villst, það hafði sennilega ætlað að koma sér fyrir á augabrúninni minni en óvart poppað upp á kinninni, en sama hvað ég reindi að slíta það af þá var það ekki að takast, og þá hætti mér að finnast þetta fyndið. Þetta litla hár náði að pirraði mig allt flugið heim. Ég er því alltaf með plokkara á mér núna tilbúin að kippa svona villtu hári af….EF það skildu  fleiri svona áttavillt hár poppa upp á andlitinu;)

IMG_4433

Ég ætla að láta þetta nægja að þessu sinni við heyrumst fljótlega aftur, enda nóg að gera og mikið framundan…knús og kossar til ykkar..

þangað til næst:)