LOKSINS!!!….

IMG_0902

Hæ hæ hæ elskurnar mínar!!!

Þetta er að gerast!… FYRSTA bloggið hjá mér á árinu 2017!

IMG_2367

Nú fer ég á fullt í að byrja að blogga aftur og segja ykkur frá því sem er að gerast hjá okkur fjölskyldunni og hvað er framundan, það er nóg að gera eins og alltaf. Ég kannski segi ykkur frá því líka að ég er nú komin með snapp chatt eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast en þar er líka hægt að fylgjast með okkur í ferðalögum og fleira þar:)

Snapp: hannarun.is

IMG_1848

Við tókum þá ákvörðun að flytja frá Ítalíu til Íslands í desember svo við gátum notið þess að vera hér á Íslandi öll jólin og slappað af eftir alveg rosalega langt og strembið Keppnis ár í dansinum og mörg ferðalög um heiminn.

IMG_0451

Það fór mjög vel um okkur á Ítalíu ,við fundum æðislegt hús sem var með fallegum garði þarnsem við gátum leikið okkur, og það fór mjög vel um okkur. Eftir nokkra mánuði á Ítalíu fundum við samt að Ítalía var ekki rétti staðurinn fyrir okkur fjölskylduna, ekki til að búa á … en frí já já:)

IMG_0452

Vladimir Óli og Nikita heima á Ítalíu að spjalla við litla vin okkar, það komu reglulega litlar eðlur í heimsókn í garðinn okkar og þá var vinsælt að leyfa þeim að kíkja í heimsókn inní stofu í stóra pottinum hennar mömmu og gefa þeim að borða og sleppa þeim svo þegar þær voru orðnar saddar 😉

IMG_2482

IMG_2748

Það sem við elskuðum samt við Ítalíu var góða veðrið í október, við söknuðum þó að hafa ekki snjó í nóvember…

IMG_2750

IMG_2756

Við elskum sól og sumar á Ítalíu en við elskum snjóinn á Íslandi sko ekkert minna!:)

IMG_2753

Við enduðum Keppnisárið okkar bara nokkuð sterkt á Evrópu Bikarmeistaramótinu í Portúgal í fyrra þar sem við komumst í úrslit og lentum í 6.sæti. Við vorum mjög þreytt á keppninni því við dönsuðum úrslitin ekki fyrr en eftir miðnætti og við lítið búin að sofa alla vikuna. Helgina áður flugum við frá Ítalíu til Íslands til að fara með Vladimir Óla í pössun til mömmu og pabba því svo fórum við til Kína að keppa á Heimsmeistaramótinu.

IMG_2758

Okkur fannst of mikið að láta Vladimir Óla ferðast með okkur alla leið til Kína fyrir bara 2 daga. Það tók mig samt nokkra daga að sætta mig við að hann yrði að vera eftir en ég hafði aldrei farið frá honum yfir nótt frá því hann fæddist. Það var ekkert annað sem kom til greina en að láta mömmu og pabba á Íslandi passa hann á meðan:)

Við flugum því til Íslands til að fara með Vladimir Í pössun til mömmu og pabba.

Ég og Nikita flugum svo seinna í vikunni til Parísar þar sem við festumst í nokkra klukkutíma því miðinn sem við áttum frá París til Kína var óvart bókaður mánuði og snemma. Það eina í stöðunni var að kaupa nýja miða frá París til Kína sem var frekar mikið fúlt, en það þýddi lítið að pirra sig á því. Við skelltum okkur því beint á Starbucks og fengum okkur karamellu ískaffi og slöppuðum af í rúma 8 klukkutíma á vellinum í París. Ég nýtti tímann og kláraði að steina restina af kjólnum mínum.

IMG_2767

Vegna seinkunnar og öllu þessu klúðri með miðana lentum við svo seint í Kína að við misstum af rauða dreglinum sem við áttum að vera á. Við vorum búin að hafa mikið fyrir því að redda flottu outfitti fyrir það kvöld en fötin fengu bara að lyggja í ferðatöskunni og voru ekkert tekin upp enda varla tími í það þar sem stoppið var svo stutt;) sum ferðalög eru skrautlegri en önnur Haha.

IMG_0427

Nýji kjóllinn, sem var mjög ólíkur þeim kjólum sem ég hef verið í en ég ákvað að hafa hann ljós bleikan með hvítri blúndu sem síðan var þakinn kristöllum, ekki svartan í þetta skipti;)

IMG_2761

Á leiðinni heim til Íslands flugum við frá Kína til Þýskalands ,þaðan til Englands og svo Íslands. Við stoppuðum í 2 daga á Íslandi og flugum svo baka heim til Ítalíu og mamma kom með.

IMG_0902

Ég og Nikita flugum síðan einn dag til portúgal þar sem við kepptum á Evrópu bikarmótinu og Vladimir Óli og mamma voru heima á Ítalíu á meðan.

Þegar við fluttum til Ísland í desember tókum við smá aukakrók á heimleið og skelltum okkur til Þýskaland þar sem við fjölskyldan höfðum það notalegt og versluðum jólagjafir. Ég er mikið jólabarn og Nikita hefur smitast af mér og er nú orðinn óður í allt sem heitir jólaskraut, jólalög og jólapeysur Hahah. Það var búið að skreyta mjög mikið í Þýskalandi útum allt svo við vorum komin í mikið jólaskap þegar við lentum á Íslandi.

IMG_2427

Ísland tók vel á móti okkur og við alsæl þegar við sáum allan snjóinn!…Það var því mikið farið út á snjóþotuna að leika og búa til snjókalla.

IMG_2775

Að fara í göngutúr á kvöldin í snjónum , litli á snjóþotunni og allt upplýst af jólaskrauti, var í miklu uppáhaldi hjá okkur í desember.

IMG_1271

Fallegu systur mínar sem ég elska endalaust Unnur stóra systir lengst til vinstri og Eygló Mjöll lengst til hægri ásamt Hilmari Óla syni sínum á aðfangadag:)

IMG_1122

Desember var fjölskyldu tími, við nutum þess að vera öll saman og það var yndislegt að hitta loksins systur mínar og eiga góðar stundir með öllum í fjölskyldunni í náttfötum lang frameftir degi, og maður ennþá pakk saddur frá því deginum áður, en samt japlandi á makkitons konfekti og jólaöl, það er svo gott :)

IMG_0372

Fallegi gullmolinn minn:)

IMG_1619

Þrátt fyrir að við vorum komin í “jólafrí” mættum við á dans æfingar allan desember og milli jól og nýárs því það var stórt mót framundan strax í byrjun janúar.

IMG_2777

Það var svosem ágætt að við æfðum vel þar sem byrjuðum snemma í jólanamminu og smákökunum;)

IMG_1772

Í lok ársinns vorum ég og Nikita valin danspar ársins og fengum tilnefningu sem íþróttamaður og kona Hafnarfjarðar sem var gaman, og viðurkenningar fyrir að hafa orðið Íslandsmeistarar og Bikarmeistarar á árinu.

IMG_1317

Við fengum einnig tilnefningu sem íþróttamaður og íþróttakona ársinns og mættum því í Hörpuna þar sem við tókum á móti viðurkenningu fyrir að hafa verið valin danspar ársinns. IMG_2772

Eftir viðurkenninguna nutum við þess að borða ljúffenga steik og desert svo við fórum því ekki svöng heim.

IMG_1385

Vladimir Óli beið spenntur heima hjá ömmu og afa á meðan við foreldrarnir fórum á hófið.

IMG_1387

Það var vel tekið á móti okkur þegar við komum aftur heim með tvo stóra bikara sem Vladimir var ekki lítið sáttur með og þeir fóru aðsjálfsögðu beint í safnið hans;)

IMG_1386

 

IMG_1465

Áramótin voru ÆÐI við vildum leyfa Vladimir Óla að upplifa alla flottu flugeldana og honum fannst það geeeeeðveikt !!!… fílaði sig í tætlur með flotta blysið sem afi kom með.

IMG_1464

“Vaaaaáá… vááá”… heyrðist í mínum:)

IMG_2776

Bestu foreldrar sem hægt er að hugsa sér! Og það sem ég elska svo mikið við það að vera flutt heim er að við getum hitt þessi tvö og knúsað og kysst á hverjum degi!!!!!!…

IMG_2752

Við tókum þá ákvörðum í desember að byrja 2017  sterkt og hætta í flokki amature og fara yfir í Professional!:)

IMG_1802

Við kepptum síðan á okkar fyrsta móti 7.janúar  í Englandi á einu stærsta og sterkasta móti sem haldið er sem heitir UK Open í flokki sem heitir Professional Rising Star. Það voru 143 pör sem tóku þátt og við komumst alla leið í final og enduðum í 6.sæti!…

IMG_1813

Við vorum rosalega ánægð með þennan árangur á okkar fyrsta Professional móti svo við getum sagt að keppnisárið byrjar bara nokkuð vel:)

UK Open 2017, Professional Latin Rising Star Copyright © 2017 Peter Suba
UK Open 2017, Professional Latin Rising Star
Mynd eftir : Peter Suba

Ég hef svo mikið skemmtilegt að segja ykkur en ég ætla að láta þetta nægja í bili:)

Heyrumst fljótlega aftur :)xxx