Gamla dótið……

image

Ég er mikill safnari og tými aldrei að henda neinu… Eða mjög sjaldan!…

Ég átti alltaf mjög  erfitt með að taka herbergið mitt í gegn þegar ég var yngri, og á meðan systur mínar fylltu heilu ruslapokana af drasli sem mátti henda þá var minn tómur. Ég er alltaf fljót að tengja einhverja minningu við hluti og þykja vænt um þá þótt það sé klósettpappírsrúllu kall sem ég föndraði sjálf  heima hjá mér þegar mér leiddist…

Ég hef stundum verið spurð hvernig ég nenni að geyma allt þetta drasl!… En allt þetta “drasl” sem ég geymi þykir mér svo vænt um. Mamma mín er líka mikill safnari og hún geymir allar teikninar , málverk,ljóð og gamalt dót og skraut sem ég hef búið til. Ég man þegar ég var lítil þá sýndi mér kassa sem voru fullir af servíettum sem hún safnaði þegar hún var ung ,ég varð alveg óð í að fá að geyma boxin inní herberginu mínu og auðvitað fékk ég það, fljótlega eftir var ég farin að safna sjálf servíettum og á því líka slatta af þeim ennþá. Ég geymi öll kort sem ég hef fengið, gamlar myndir sem vinkonur og krakkar  hafa teiknað og gefið mér nú eða perlað handa mér. Ég geymi ennþá strokleðra safnið mitt og lyklakippu safnið mitt mikla, styttu safninu mitt er auðvitað ennþá til og allar límmiða bækurnar mínar líka. Pósturlínsdúkku safnið geymi ég líka vel. Ég gæti talið upp endalaust af hlutum og dóti sem ég á enn og já ég á ennþá tvö full almbúm  af Pokémon spilum 😉 drakkó karlarnir mínir eru ennþá á sínum stað í Tweety töskunni minni sem var mín uppáhalds,Ég veit ekki hvað ég á ekki! Ég elska að opna gamla kassa og finna gamalt dót sem ég átti og bara það að sjá það vakna oft upp margar góðar minningar.

Ég fæ að vísu að geyma mest af þessu heima hjá mömmu og pabbi i kössum á Íslandi því annars hefðum við þurft annan gám þegar við fluttum 😉

image

Þennan sæta engil málaði ég með mömmu minni við eldhúsborðið okkar heima í gamla húsinu okkar árið 1996. Hún hefur verið  inní herberginu mínu sem ég sef í frá þeim degi sem ég málaði hana. Hún býr nú inní svefnherberginu okkar á Ítalíu:)

image

Þegar við fluttum út tók ég ýmislegt með mér eins og t.d gömul afmælis og jólakort og nokkra gamla hluti sem mér þykir vænt um. Herbergið mitt var troðið af allskonar dóti þegar ég var yngri og það sást ekki í veggi. Ég er nú aðeins búin að skána og geymi nú mikið í kössum en ég bíð nú bara spennt eftir að fá teikningar og föndur eftir son okkar sem fær að fylla veggina hjá okkur hér heima 😉 

Um daginn þegar Vladimir Óli minn var sofnaður og maðurinn minn var að spjalla við vin sinn í símann, ákvað ég að sækja nokkur gömul afmæliskort og lesa yfir þau áður en bíómyndin sem við vorum að fara að horfa á myndi byrja. Ég las að vísu ekki öll, bara brot. Það var virkilega gaman að lesa kort frá vinkonum og vinum sem voru orðin meira en 20 ára gömul, það kviknuðu upp svo margar skemmtilegar minningar sem fengu mig meira að segja til að hlægja. Ég geymi þessi kort mjög vel,og er svo ánægð að hafa aldrei hennt þeim. Þetta er orðið stórt og mikið safn sem ég á og mér þykir vænt um það. Það þarf ekki allt að vera uppí hillum og til sýnis samt, það er nóg að þetta sé ofaní kössum og skúffum, bara að ég viti af þessu og á þetta til ..þótt eitthvað að þessu sé nú samt til sýnis;)

Ég ætla að segja ykkur eina skemmtilega sögu sem ég gleymi ekki….

Fyrir nokkrum árum kom vinkona mömmu  í heimsókn til okkar þegar ég bjó enn heima. Mamma var að sýna henni gamlan leir fíl sem ég hafði búið til handa henni í myndmennt í 2.bekk. Þá fór vinkona mömmu að tala um það hvað hún sæi rosalega eftir því að hafa hennt meira og minna öllum styttun og teikningum eftir dætur sínar þegar þau fluttu í nýtt hús. Þau vildu taka allt í gegn og vera dugleg að henda. Hún átti því lítið sem ekkert eftir þær lengur frá því þær voru litlar. Það vildi svo skemmtilega til að ég var mikið i heimsókn hjá þeim þegar þau voru að flytja þegar ég var lítil og fékk að hirða handgerðar styttur og teikningar eftir stelpurnar sem mér fannst svo flottar, en stelpunum hennar þótti ljótar og vildu henda. Ég var inní eldhúsi og heyrði mömmu og vinkonu hennar tala saman um þetta, ég var því ekki lengi að hlaupa niður í herbergið mitt og sækja myndirnar og stytturnar eftir dætur hennar sem ég geymdi í boxi inní skáp í herberginu mínu. Það voru komin yfir 12 ár frá þvi þau fluttu og ennþá geymdi ég teikningarnar og stytturnar sem voru orðnar margra ára gamlar þá þegar ég fékk þær, og gat því gefið henni. Hún ætlaði ekki að trúa því að ég ætti þetta til, og hamingjusvipurinn og gleðin sem kom á hana þegar hún fékk þetta í hendurnar er gleðistund sem ég mun ekki gleyma.

Ég elska líka að breyta gömlum hlutum og búa til eitthvað “nýtt” og fallegt úr því. Ég var mjög dugleg að föndra þegar ég var yngri og gat eitt heilu dögunum í að dunda mér hvort sem það var að teikna, föndra eða skreyta hluti.

Enn þann dag í dag hef ég eins mikinn áhuga á föndri og elska allt svona dúllerí. Um daginn gerði ég smá breytingu á símahulstinu mínu sem ég fékk  í jólagjöf í fyrra. Það orðið frekar subbulegt þar sem mynstrið var farið að nuddast af. Eg týmdi ekki að henda því(auðvitað ekki) þar sem þetta var gjöf frá vinkonu, en Nikita sagðist bara kaupa nýtt handa mér. Ég týmdi  samt ekki að henda því,svo ég ákvað frekar að gefa því nýtt lúkk.

 

image

Eins og sést þá var það orðið heldur ljótt og flestum kannski fundist tími til kominn á að henda því í ruslið……En ekki mér.

 

image

Ég fór í naglalakka skúffuna mína, skoðaði yfir úrvalið og valdi mér síðan fallegt pastel bleikt naglalakk…

 

image

Ég naglalakkaði síðan hulstrið og fór tvær umferðir. Ég leyfði fyrstu umferðinni alveg að þorna áður en ég byrjaði á seinni umferðinni…

image

Í Lokinn lýmdi ég svo krystalla yfir. Ég var um hálftýma að líma steinana á, og að naglalakka símann tók ekki langan tíma heldur.

image

Ég ákvað að gera hulstrið extra Hönnulegt;)

Það sem mér finnst skemmtilegast er að þetta er samt ennþá sama hulstrið sem ég fékk frá vinkonu minni.

image

Tadaaa:) Fína “nýja” síma hulstrið mitt sem ég veit að margir hefðu hennt í ruslið en stundum borgar sig að geyma og nýta hlutina. Stundum verða þeir meiraðsegja enn verðmætari en áður.

image

Ég á heilann helling af allskonar dóti sem ég hef breytt og gefið alveg nýtt lúkk sem ég skal með ánægju deila með ykkur ef þið hafið áhuga, svo endilega látið mig vita ef það er eitthvað sem þið kæru lesendur mynduð vilja  :)