Frá einu ferðalagi í annað…

image

HÆ HÓ!!!… LANGT síðan síðast!!!….ég lofa því að það verði ekki svona langt á milli sem ég blogga aftur..

Í síðasta bloggi vorum við stödd á Caorle þar sem við vorum í æfingarbúðum, þar áttum við hreint út sagt alveg frábæra viku…

Vikan hélt áfram að vera æðisleg og við nutum okkar í botn allann tímann.

image

image

Vladimir Óla fannst ströndin æði, og það fannst okkur líka.

image

Nýjasta æðið var að týna skeljar þegar við fórum á ströndina og auðvitað byggja hlaupabraut úr sandinum:)

image

image

Það vantaði sko ekki úthaldið í þann stutta haha;)

image

image

Fallega safnið okkar!

Skeljarnar tókum við aðsjálfsögðu með okkur heim því við ætlum að föndra eitthvað fallegt úr þeim:)

image

Nikita er alltaf jafn mikill sjarmur!.. hann er duglegur í því að færa mér morgunmat í rúmið(ég vona að hann hætti því aldrei) Hann vann sér heldur betur inn mörg stig þegar hann vaknaði á undan mér og fór og keypti jógúrtís með hindberjum og færði mér í rúmið:)

image

image

Við héldum meðal annars uppá tveggja ára brúðkaupsafmælið okkar á Caorle sem er Bómullarbrúðkaup og í tilefni þess skelltum við fjölskyldan okkur út að borða, að vísu fórum við útað borða öll kvöldin ..en það er önnur saga:)

image

image

Risaeðlurnar fengu auðvitað að koma með útað borða líka :)

image

Við fórum í göngutúr í bænum á hverju kvöldi og skoðuðum í búðirnar. Við enduðum síðan alltaf á því að labba eftir ströndinni uppá hótelið okkar.

image

image

Þrátt fyrir að við vorum að taka einkatíma og fara á fyrirlestra þá höfðum við alltaf góðann tíma til þessa að njóta þess að slappa af inná milli og fara í leiktæki með Vladimir Óla sem var mjög vinsælt og auðvitað fara á ströndina að leika líka.

image

Elsku yndis gullið mitt..

image

image

image

Það er óhætt að segja að Vladimir hafi fengið lit í sólinni..

image

Það var sko farið í leiktæki alla dagana sem við vorum á Caorle 😉

image

image

Við mæðgin að bíða eftir næsta matardisk, hádegismaturinn á hótelinu var alltaf þriggja rétta, það var því alltaf nóg borðað nóg í hádegismat…. Morgunmat lika  reindar … Og kvöldmat….maturinn var bara svo góður;)

image

Eftir yndislega viku á Caorle fórum við aftur heim til okkar í nýja húsið að halda áfram að pakka uppúr kössum og fara og velja nýja eldhúsinnréttingu. Við höfðum nokkra daga til að laga til og gera fínt því svo flugum við til Rússlands að heimsækja fjölskylduna hans Nikita.

image

image

Við flugum frá Ítalíu til Moldavíu og þurftum að bíða þar í 6 klukkutíma, við tókum næturflug svo þreytan var vel inni. Við flugum síðan frá Moldavíu til Moskvu og þurftum að bíða þar í 9 tívma svo við fórum á hótel rétt hjá flugvellinum og lögðum okkur í nokkra tíma. Eftir smá “power nap”  flugum við loksinns til Penza sem er bærinn sem þau búa í.

image

Vladimir Óli eignaðist vinkonu á flugvellinum sem vildi helst bara koma með okkur haha…en  þau léku sér og dönsuðu saman lengi sem var alveg yndislegt að horfa á:)

image

það var mjög vel tekið á móti okkur eins og alltaf, og allir mættu, bæði fjölskylda og vinir þrátt fyrir að við vorum ekki að lenda á skemmtilegasta tímanum. Með okkur á myndinni eru Dimitry og Írena en þau eru nýbúin að eignast annað barnið sitt sem heitir Jaroslav og Nikita er guðfaðir hans.

image

Grallararnir Vladimir Óli og Alex eldri sonur Dimitrys og Írenu. Þeir eru svo góðir vinir og elska að leika samann, Alex var orðinn mjög spenntur og búinn að bíða lengi eftir að Vladimir kæmi í heimsókn svo það var mikil gleði þegar þeir hittust:)

image

Það var yfir 30 stiga hiti flesta dagana sem við vorum stödd í Penza, við fengum þó nokkra rigningardaga sem okkur Vladimir Óla fannst  skemmtilegast. Við hlupum berfætt út á og stöppuðum í pollunum þá daga sem við vorum svo heppin að fá rigningu sem var heit þegar hún lenti á jörðinni.

imageimage

Garðurinn hjá ömmu og afa hans Vladimirs Óla er mjög stór og fullur af ávöxtum og grænmeti. Galina(langamma) elskar garðinn sinn og hugsar mjög vel um hann. Hún fer út á hverjum degi til að vökva, það skiptir hana engu máli þótt það sé rigning hún fer samt að vökva;) haha

image

Fallegu blómin í garðinum …

image

Vladimir var rosalega duglegur að hjálpa langömmu sinni að vökva blómin, ávextina og grænmetið útí garði og honum fannst það æði. Á sumrin eru alltaf troðfullar fötur af jarðaberjum, hindberjum og fleiri berjum sem ég þekki ekki nafnið á inná eldhúsborði. Þau eru með stórt eplatré með sætum og safaríkum eplum líka. Afi hans Nikita er einnig með hunangsbú, og þaðan kemur besta hunang sem ég hef smakkað!

image

Hér erum við í garðveislu að fagna skýrnardegi Jaroslav litla. Daginn eftir var litla systir mín Eygló Mjöll og Sævar kærasti hennar að skýra son sinn á Íslandi og hann fékk nafnið Hilmar Óli og ég fékk þann heiður að vera Guðmóðir hans. Ég gat þvímiður ekki verið á staðnum sem mér fannst mjög sárt, en sem betur fer er stutt í að við förum til Ísland og þá fæ ég að knúsa hann:)

image

Það var mikið um að vera alla dagana sem við vorum í Rússlandi, við skelltum okkur meðal annars á bát með vinafólki okkar þar sem við sigldum yfir á eyju og grilluðum og höfðum gaman með krökkunum.

image

imageimage

image

Litli fallegi strákurinn minn sem elskar að hlaupa um og leika sér í náttúrunni:)

image

image

Við skelltum okkur líka á fiskasafn og skoðuðum mikið af fallegum fiskum og krókódílum, við sáum líka hákarla sem Vladimir fannst sko flottir og hann sagði bara “VÁÁÁ …VÁÁ” !..

image

image

image

Þetta fannst mínum mjög sniðugt;)

image

image

image

Fjölskyldan hans Nikita planaði smá ferð þar við fórum öll saman að veiða og vorum heilann dag að hafa gaman slappa af, grilla, veiða og leika okkur við vatnið sem þau leigðu út þennan eina dag. Við nutum þess svo mikið að vera öll saman, foreldrar Nikita, amma hans og afi, litli bróðir hans og við þrú.

image

image

Við þrjú hoppuðum uppí árabát til að kíkja hinum megin við vatnið því okkur fannst við heyra dýrahljóð svo við ákváðum að kanna málið…

image

Við róuðum í átt að hljóðinu og sáum svo kýr vera að fá sér að drekka í vatninu…

image

image

image

Afi hans Nikita veiddi nokkra fiska. Við settum einn fisk í bala svo ég og Vladimir gætum skoðað hann. Við “klöppuðum” honum  og gáfum honum síðan gular baunir sem honum þótti greinilega góðar. Við ákváðum síðann að sleppa honum aftur útí vatnið svo hann gæti synt  til fjölskyldu sinnar.

image

image

Nikita sá síðan um grillið. Þessi fjölskyldu dagur var alveg æðislega skemmtilegur og við nutum þess að vera öll saman, hlægja mikið og hafa gaman.

Við gerðum margt meira skemmtilegt en ég læt þetta duga 😉

Við erum nú nýkomin heim til Ítalíu eftir æðislega dvöl í Rússlandi. Það styttist í næsta ferðalag hjá okkur,það er mikið framundan svo við heyrumst fljótlega aftur :)

knús og kossar til ykkar kæru lesendur :*

þangað til næst:)