NÝTT heimili í NÝJU landi…..

image

Þá gat ég loksins sagt ykkur fréttirnar !….. Við fjölskyldan tókum þá ákvörðun að flytja ekki bara í nýtt hús heldur líka flytja í annað land. Landið sem varð fyrir valinu er Ítalía!

image

image

Á afmælisdaginn minn þann 17.júlí kláruðum við að pakka síðasta dótinu ofaní kassa:)

image

við tókum heila viku þar sem við pökkuðum  niður og kláruðum að ganga frá öllu….

image

image

bless bless baðherbergi…..

image

Flutningabíllinn kom heim í húsið okkar í Þýskalandi á þriðjudaginn í síðustu viku til að tæma allt. Við vorum mætt á undan flutningabílnum og gistum á hóteli tvær nætur.

image

Við tvö að hafa það kósí uppá hótelherbergi á meðan bræðurnir fóru að sækja morgunmat:)

image

Smá þreyta….bara smá …

Við fundum æðislegt hús í síðustu Ítalíu ferð sem passar rosalega vel fyrir okkur, á fullkomnum stað og nóg pláss.

image

Litla gullið mitt var ekki lengi að hlaupa útí garð í nýja húsinu með bílana sína og leika sér:)

Við fengum lyklana okkar á miðvikudaginn síðasta, svo við erum því bara ný flutt inn og mikið að gera.Vladimir Óli er kominn með inngöngu á alveg æðislegann einka leiksóla. Nágrannarnir voru ekki lengi að banka uppá og bjóða okkur velkomin og þau eiga hund sem Vladimir finnst rosa skemmtilegur,við erum greinilega mjög heppin með nágranna hér líka:)

image

Litli bróðir hans Nikita er með okkur og hjálpaði okkur að pakka og taka niður skápa og dót og eins hjálpa okkur við að setja það upp, en þar sem okkur fannst ekki nóg að vera að flytja og velja innréttingar í nýtt eldhús, bera húsgögn, redda öllum pappírum og koma öllu fyrir, þá  ákvaðum við á sama tíma að skella okkur til Caorle í Team Diablo æfingabúðir.

image

Þessar æfingabúðir eru stærstu æfingabúðir sem eru haldnar, yfir 580 pör frá 50 mismunandi löndum er mætt. Við fjölskyldan erum því stödd hér á Caorle í æfingarbúðum fram á sunnudag.

image

image

Við elskum ævintýri…… Og ís 😉

image

Það er alveg æðislega fallegt hér og mjög heitt! Hótelið okkar er alveg við ströndina.

 

image

Ég elska gróðurinn hér á Ítalíu !…

image

Við skelltum okkur í ís göngutúr fyrsta daginn og löbbuðum hjá ströndinni. 

image image

Fallegu strákarnir mínir sem ég elska svo mikið!

image

image

Vasily litli bróðir hans Nikita sem passar Vladimir Óla fyrir okkur á meðan við æfum.

image

Það er margt og mikið spennandi hér en leiktækin eru ofarlega á vinsældarlistanum hjá litla snúð;)

Æfingabúðirnar byrjar 05:45 á morgnanna og eru til 23:00 á kvöldin. Við erum þó ekki allann daginn heldur bara part og part úr deginum,við mætum á fyrirlestra, förum í einkatíma og á hópæfingar. Fyrsti dagurinn var í dag, þetta eru 6 daga æfingabúðir svo síðasti dagurinn verður á laugardaginn.

image image

image

Inná milli fáum við líka pásu til að borða, slappa af…. Og versla smá 😉

image

image

Í dag kom 4 klukkutíma pása svo okkur fannst tilvalið að skella okkur á ströndina og leika okkur í sjónum og sandinum. Það er mjög þægilegt að æfingastaðueinn er rétt hjá hótelinu okkar eða 2 mínútu gönufæri EF við löbbum hægt 😉 

image

Það er nóg að gera og mikið framundan en ég ætla að reyna að setja oftar inn blogg til að leyfa ykkur að fylgjast betur með en mun þá kannski hafa þau aðeins styttri;)

image

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, ég vildi bara aðeins segja ykkur hvað er um að vera hjá okkur…

image

Sólarkveðjur frá Caorle, góða nótt og fallega drauma :*