Fallegasta Brúðkaupið!!!!…

image

Laugardagurinn 02.07.2016 var stór og mikill dagur hjá okkur öllum í fjölskyldunni, því hún Unnur Kristín stóra systir mín og unnusti hennar Þorvaldur Birgir gengu í það heilaga í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

image

Við fjölskyldan flugum til Íslands til að koma í Brúðkaupið og stoppuðum því ekki nema í rúma viku á Íslandi. Undirbúningurinn vikuna fyrir brúðkaupið var frekar strembinn þar sem það var allt á fullu í að gera allt klárt fyrir stóra daginn.

Ég fékk þann heiður að taka að mér að greiða og mála fallegu Unni mína fyrir brúðkaupið. Ég hafði fundið nokkrar myndir á netinu af fallegri förðun og greiðslum sem ég sýndi Unni, á sama tíma sýndi hún mér myndir sem hún hafði fundið af hugmyndum, og viti menn við vorum með sömu myndirnar;)

image

Við tókum saman myndirnar af þeim hárgreiðslum sem okkur fannst fallegastar og völdum nokkrar sem ég svo mixaði saman í eina fallega greiðslu.

image

Unnur mætti til mín snemma laugardagsmorguninn. Við ákvaðum að hafa greiðsluna sumarlega og settum því líka blóm og perlur með í stíl við kjólinn.Við ákváðum að hafa förðunina líka sumarlega og nota hlýja liti.

image

Myndartöku mennirnir mættu svo á staðin þegar við vorum hálfnaðar með förðunina. Það var einn ljósmyndari og einn upptökustjóri sem mynduðu allan daginn fyrir þau. Það verður gaman fyrir Unni og Þorra að getað horft á þennan fallega dag frá öðru sjónarhorni, mómentum sem þau kannski jafnvel tóku ekki eftir, enda mikið að gerast og erfitt að fylgjast með öllum.

Þegar ég var búin að mála og greiða Unni var kominn tími á að fara í brúðarkjólinn. Hún klæddi sig í drauma brúðarkjólinn sem hún lét gera á sig í London, þetta er með fallegustu brúðarkjólum sem ég hef séð! kjóllinn var hannaður og saumaður af David Tutera

image

Ég fékk tár í augun þegar hún var komin í kjólinn. “VÁ!…hvað hún var glæsileg! Hún var eins og drottning! Þemalitirnir í brúðkaupinu þeirra voru gulur og orange, sumarlegir og fallegir litir.

image

Blómvöndurin var auðvitað í þema litunum og eins barmblómin sem að strákarnir voru með.

image

Tárin byrjuðu því strax að koma hjá mér um morguninn.
Við systurnar létum auðvitað smella einni mynd áður en við lögðum af stað í kirkjuna. Ég verð að fá að monta mig smá því Eygló Mjöll litla systir okkar (lengst til vinstri) er nýbúin að eignast lítinn gullfallegan son ásamt kærasta sínum Sævari. Hún er því nýbökuð mamma þar sem litli prins er ekki nema rúmlega eins mánaða og hún svo sannarlega Glæsileg! Ég er svo stolt af systrum mínum, og endalaust þakklát að eiga bestu lita og stóru systir sem hægt er að hugsa sér.

 

image

Þegar við mættum á staðinn komu tveir litlir herramenn hlaupandi á móti okkur og gáfu okkur stórt og innilegt faðmlag og koss. Aron Óli sem er næst yngsti sonurinn og Víkingur sem er næst elsti voru úti að taka á móti gestunum, elsti og yngsti voru komnir inní Kirkjuna. Ég var svo heppin að fá flott pós frá þeim, allt fyrir Hönnu frænku;)

Ég var með fiðrildi í maganum allan tíman á meðan við biðum í kirkjunni eftir að fallega brúðurin hún Unnur Systir mætti. Ég man svo vel eftir þessari yndislegu tilfinningunni þegar ég og Nikita giftum okkur. Ég þekki stóru systir vel og ég vissi að hún yrði að berjast við tárið ef hún vildi halda make-upinu;)

Við systurnar og mennirnir okkar (Nikita og Sævar Örn) við sátum saman á næst fremsta bekk. Ég og Eygló Mjöll vorum orðnar mjög spennan að sjá stóru systir okkar koma labbandi inn!…

image

Eftir stutta stund byrjaði síðan gítarinn að spila og dyrnar opnuðust…..

image

Ég reyndi að halda tárunum inni en það var erfitt. Ég horfði á tilvonandi hjónin til skiptis. Þau brostu bæði og horfðu á hvort annað með stjörnur í augunum og hamingjan skein í gegn. Þau voru bæði svo glæsileg!..Pabbi labbaði með henni inn kirkjugólfið.

image

image

image

Athöfnin var virkilega falleg. Hún Ragnheiður Gröndal söng og maðurinn hennar Guðmundur Pétursson spilaði á gítarinn. Ég nauð þess svo að horfa á og hlusta á fallegu lögin sem þau fluttu.

image

image

Unnur Kristín og Þorvaldur Birgir glæsileg hjón:)

image

Veðrið var fullkomið nú bara eins og þau!…

image

VÁÁ!…. Þessi kjóll!!!!…

image

Unnur og Þorri voru síðan sótt eftir kirkjuna þar sem þau voru á leið í brúðartöku áður en veislan byrjaði sem var haldin á 20. hæð í turninum í Kópavogi.

image

Við gestirnir mættum öll á undan og tókum síðan á móti Unni og Þorra þegar þau mættu.

image

image

Brúðhjónin mættu og allir skáluðu fyrir þeim áður en farið var inní sal og startað veislunni!….Þau voru pínu hissa að sjá alla gestina standa í röð og taka fagnaðar klapp sem búið var að æfa áður en þau mættu 😉

image

Fallegi viðskiptafræðingurinn og flugfreyjan hún Signý besta vinkona mín úr grunnskóla  kom í veisluna líka, hún var auðvitað alveg gullfalleg eins og alltaf!…

image

Mamma og pabbi voru svo sannarlega glæsileg bæði tvö og pabbi var að sjálfsögðu með bindi í þemalit brúðkaupsins.

image

Ég var svo ánægð þegar ég frétti að elsku Þórunn æskuvinkona mín kæmi í brúðkaupið!..Hún flaug alla leið frá Noregi til að mæta. Við kynntumst á róló þegar við vorum 2 ára gamlar og höfum verið bestu vinkonur síðan.

image

Kærastinn hennar Þórunnar kom auðvitað með og það var æðislega gaman að fá loksinns að hitta hann.

image

Hér erum við allar :Þórunn, ég, Unnur stóra systir og Rannveig stóra systir Þórunnar. Rannveig(lengst til vinstri) býr líka í Noregi og flaug til Íslands ásamt fjölskyldu sinni til að koma í brúðkaupið,en hún er æsku vinkona hennar Unnar. Við hittumst allar á róló og þegar við vorum litlar. Þegar Unnur og Rannveig hittust voru þær fljótar að láta litlu systur sínar leika saman(mig og Þórunni) því þá þyrftu þær ekki að passa okkur 😉 Við erum heldur betur lánsamar að eiga hvor aðrar að. Vináttan sem við allar eigum er alveg einstök.

image

Sandra Hrönn(lengst til vinstri) er líka besta vinkona Unnar en þær kynntust í 1.bekk og eru búnar að vera bestu vinkonur síðan. Ég var mikið með þeim báðum þegar ég var lítil þar sem ég er jú litla freka systirin sem tróð mér alltaf með:)!…. Sandra sæta tekur sig svo sannarlega vel út ólétt!..við bíðum nú spenntar eftir því hvort það koma lítil stelpa eða strákur!

image

Mamma og Sandra sætar!

Við innganginn hjá salnum var flottur strigi þar sem búið var að raða niður öllum gestunum á borð, svo það var auðvelt að finna út á hvaða borði maður átti að sitja. 

image

Það var svo mikið af fallegu föndri sem þau voru greinilega búin að eyða mörgum klukkutímum í að búa til, sem gerði þetta allt svo persónulegt og fallegt.

image

 Ég var mjög hrifin af gestabókinni þeirra. Þau létu útbúa fyrir sig stóra mynd af ættartré í ramma. Síðan var sérstök puttamálning í nokkrum fallegum litum sem þau voru búin að velja og vatn til að þurrka sér eftir á. Gestirnir fóru með puttann á litarsvamt og settu fingrafar á greinarnar sem voru laufblöðin á ættartrénu og skrifuðu síðan nafnið sitt við fingrafarið. Þessi hugmynd hjá þeim finnst mér æði!

Nú er gestabókin þeirra eitt stór listaverk sem hefur svo sannarlega margar minningar að geyma og mjög táknrænt fyrir þau. Svona leit gestabókin út í enda dagsinns….

image

Þetta er  dýrmæt og mjög falleg mynd til að hafa uppá vegg inní stofu. Hvar ætli mitt og Nikita fingrafar sé!? 😉

Salurinn var svo fallega skreyttur! Ég var líka rosalega hrifin af blómaskreytingunum.

image

Blómin voru öll í þema litunum gulum og orange. Það voru fallegir vendir í flottum háum vösum og rósir lágu inní vínglösum þar sem búið var að setja kerti á toppinn. Fyrir framan hvert sæti voru gylltir súkkulaði molar með texta og síðan skemmtilegum myndum af þeim fjölskyldunni á bakhliðinni.

image

Það voru engir súkkulaði molar með sömu myndin né texta, einhverjir klukkutímar hafa farið í að föndra öll þessi spjöld!…

image

Fallega mamma blómarós svo sumarleg og sæt!…

image

image

Amma og afi létu sig aðsjálfsögðu ekki vanta. Nikita heldur mikið uppá þau og hann var ekki lengi að hlaupa í fangið á ömmu þegar hann sá hana koma labbandi inn.

image

Hér erum við systur ásamt elsku Unni ömmu okkar. Unnur er skírð í höfuðið á henni. Amma er svo mikið gull, hún var svo sæt og fín þegar hún mætti, það var alveg æðislegt að sjá hvað hún skemmti sér vel. Afi átti auðvitað að vera með á myndinni en hann mátti ekkert vera að því að koma í einhverja myndartöku því hann var í fullri vinnu við að segja gestum brandara;)

image

Hérna náði ég svo snillingnum honum Daníel afa mínum með mér á mynd. Þegar ég var yngri beið ég alltaf spennt eftir þeim degi sem ég kæmi í heimsókn til afa og ömmu og væri orðin hærri en afi, en það gerðist aldrei! Ég hef alltaf litið upp til afa og geri enn og þessvegna ákváð ég að vera ekkert að þykjas vera stærri á hælunum því ég er minni og verð alltaf og svoleiðis á það að vera;)

image

Vá.. Þvílíkar gyðjur!!…Ragna mamma brúðgumans, mamma og svo brúðurin.

image

Mamma pabbi og Unnur elsta dóttirin:)

image

Ég og gullfallega litla systir mín Eygló Mjöll nýbakaða mamman!…

Það var alveg stútfullt prógram allt kvöldið, skemmtilegar, fyndnar og fallegar ræður, skemmtiatriði og leikir.Ég tók auðvitað ræðu líka og það var þá í þriðja skiptið sem ég fór að væla í brúðkaupinu.. Já svona er maður viðkvæmur! :)

Bróðir brúðgumans(Þorra)  og besti vinur hans sáu um að tala í míkrafóninn til skiptis, þeir eru með þeim fyndnari!… Ég hefði betur sleppt þvi að láta á mig maskara, því ef ég grét ekki úr væmni þá grét ég úr hlátri!!!…

image

Mamma og pabbi sungu lag sem pabbi samdi texta við um þau hjónin sem var mjög fyndið og flott. Pabbi er snillingur þegar kemur að þvi að semja lög og ljóð, svo kemur mamma sterk inn þegar pabbi þarf svo að flytja öll lögin sín því mamma kann að halda lagi og þessvegna eru þau hið fullkomna teymi.

foreldrar brúðgumans sungu líka frumsamið lag sem var líka ótrúlega flott og skemmtilegt!…

image

Við systurnar stuttu áður en ég flutti ræðuna mína, en áður en ég gerði það fór ég og skrifaði skeyti…..

image

Hægt var að senda hjónunum flöskuskeyti sem þau munu svo opna á eins árs brúðkaupsafmælinu. Ég sendi þeim skeyti sem þau geta lesið eftir sirka ár;)

image

Síðan flutti ég ræðuna mína….

image

Hér koma tvær hágæða myndir af því augnabliki…. Eða þannig!

image

Eyþór Ingi mætti síðan sem leyni gestur og söng flott lög og spilaði á gítarinn sinn, þvílíkur snillingur sem hann er!…myndirnar af honum eru líka í þessum sömu eðal gæðum…not!

image

Fallegu foreldrarnir, Eygló Mjöll litla systir og kærastinn hennar Sævar Örn gullfalleg og glæsileg!

Brúðarhjónin dönsuðu síðan brúðar dansinn, en þau ákváðu að gera eitthvað annað heldur en brúðarvalsinn sem er oftast tekinn. Þau mættu til mín í nokkra danstíma þar sem þau ákváðu að dansa rúmbu, ég var mjö ánægð með valið hjá þeim þar sem rúmba er jú dans ástarinnar.Við settum saman smá röð sem þau sýndu svo í brúðkaupinu. Þegar þau voru að klára rúmbuna skiptist yfir í fjörugt lag og allir hlupu útá gólf og fóru að dansa, það var síðan ekki stoppað eftir það.

Það fóru allir 109 gestirnir útá gólf og það fór ekki á milli mála að það skemmtu sér allir konunglega.

image

Allir dansa kónga var vinsælt….

image

Steingerður frænka sem er ein af systrum hans pabba , mætti í fallegum gulum kjól í brúðkaupið. Hún er smekk kona enda kom hún í kjól eins og ég ætlaði að koma í fyrst, nema hvað, ég mátaði nákvæmlega eins kjól og ætlaði að kaupa til að vera í brúðkaupinu en stærðin mín var búin!.. svo ég varð að finna mér eitthvað annað. Mér fannst því kjóllinn hennar einstaklega fallegur 😉

Maturinn í veislunni var geggjaður!… Ég borðaði auðvitað á mig gat, en passaði mig samt að skilja eftir pláss fyrir kökuna ;)… það var erfitt að stoppa þegar maður byrjaði á brúðartertunni.

image

Það sem sló rækilega í gegn var súkkulaði brunnurinn !!!!

image

Ég varð hálf stressuð þegar ég sá þennan guðdómlega súkkulaðibrunn, alla girnilegu fersku ávextina og sykurpúðana, því ég var hálf hrædd um að þetta væri bara draumur..  Típískt að þegar ég væri búin að raða uppá pinnana og væri að fara að fá mér þá myndi ég vakna!…Ylmurinn af súkkulaðinu!…Ég flýtti mér að raða uppá pinnann og fá mér bita, og þegar ég var búin að átta mig á því að þetta var enginn draumur, þá bara fór ég að raða uppá þann næsta …….:)

image

“Ástin er sæt” var búin að skrifa við næsta borð. NAMMIBAR!!!….Ég er ekki mikið fyrir að fara á barinn, EN ÞESSI var eitthvað annað, svo ég stóð aðeins föst á barnum um kvöldið þangað til pabbi kom svo og dró mig útá dansgólfið að dansa með fullann munninn af súkkulaði og lakkrís:)

image

image

Ég og elsku besta mamma mín

Við skemmtum okkur svo vel og það var miiiikið dansað og hlegið.

Þetta brúðkaup var alveg meiriháttar skemmtilegt, flott, vel skipulagt og heppnaðist alveg fullkomlega!

TAKK FYRIR OKKUR !

image

Megi gæfa, ást og kærleikur fylgja ykkur alla tíð elsku Unnur og Þorri.