Evrópumeistaramót í DAG!!!

image

Í fag fer fram Evrópumeistaramótið í latín dönsum í flokki fullorðinna.

image

Það eru aðeins tvö bestu pörin frá hverju landi sem fá að fara, ég og Nikita förum fyrir hönd Íslands ásamt pari númer tvö. Keppnin er haldin í Rimini á Ítalíu.

Við  fjölskyldan mættum á keppnisstaðinn i gær og dveljum á sama hóteli og hinir keppendurnir. Í gær skelltum við okkur í kvöld göngutúr til að tæma hugan og undirbúa okkur “mentally ” fyrir mótið í dag. Vladimir Óli og Vadily litli bróðir hans Nikita verða saman í klappliði haha;)

image

Þetta er í fyrsta skipti sem ég og Nikita keppum á Evrópumeistaramóti saman því í fyrra þegar við vorum mætt uppá flugvöll á leið á Evrópumeistaramótið sem þá var haldið í Danmörku, var yfir 40 klukkutíma seinkun, okkur var því sagt að því miður myndum við ekki ná á mótið í tæka tíð, við misstum því af mótinu í fyrra sem var mjög sárt. Árið þar á undan (2014) var ég ólétt af Vladimir Óla okkar og við vorum ekki að keppa það árið ,og síðan árið þar á undan (2013) gátum við ekki farið vegna veikinda.

image

En hér erum við nú mætt heldur betur tilbúin á okkar fyrsta Evrópumeistaramót saman sem par og það er mikil spenna fyrir þessu móti skal ég segja ykkur, það sem ég verð líka að segja ykkur og ég skrifa það hér af miklu stolti og ánægju að nú keppum við saman BÆÐI sem íslenskir ríkisborgarar en ekki bara annð okkar ,því Nikita er orðinn ÍSLENSKUR RÍKISBORGARI!!!…og fór núna í sitt fyrsta flug með íslenskt vegabréf! HÚRRAAAA!!!!!!

image

Við verðum bæði með nýtt lúkk á mótinu í dag, ég lét sauma á mig tvo nýja kjóla sem ég er mjög spennt að sýna ykkur á eftir og Nikita lét líka gera nýja skyrtu;)

image

Ég mun skella inn upplýsingum og myndum inn reglulega eftir hverja umferð hvernig gengur hjá okkur inná hannarun.is á Facebook fyrir ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með:)

Heyrumst á eftir ÁFRAM ÍSLAND!!!!!