Mikið að gerast…..

image

Við erum stödd á Íslandi eins og er, við lentum hér á klakanum síðasta mánudag. Það er búið að vera mikið ferðalag á okkur og ferðalagið heldur áfram.

image

Þar sem það er frekar langt síðan ég bloggaði (og ég sem ætlaði ekki að láta það gerast) þá ætla ég að segja ykkur aðeins frá því hvað við erum búin að vera að bralla áður en við lentum á Íslandi.

Nikita og Vladimir Óli eru báðir nýlega búnir að eiga afmæli, en Nikita átti afmæli 12.júní og Vladimir varð 2ja ára daginn eftir þann 13.júní.

image

Vinafólk okkar í Þýskalandi komu í mat á afmælinu hans Nikita og við áttum alveg yndislega kvöldstund saman.

image

image

Það var gott að sleikja skeiðina þegar við vorum búin að klára að setja súkkulaðið á jarðaberin 😉

image

image

Ég og Vladimir Óli bökuðum og gerðum allskonar surprise handa Nikita fyrr um daginn, við völdum svo þrjú appelsínugul blóm því það er uppáhalds liturinn hans Nikita og þrjú vegna þess að við erum þrjú, Nikita ég og Vladimir Óli.

image

Afmælið hans Vladimirs Óla var síðan daginn eftir. Hann er búinn að ferðast með okkur útum allan  heim frá því hann var bara ungabarn, hann elskar að ferðast með okkur. Ég veit ekki hvað hann hefur farið til margra landa á þessum 2 árum en hann hefur  farið yfir 50 sinnum í flugvél, það væri gaman að telja ferðirnar og öll löndin.

image

Hann elskar hoppukastala og rennibrautir, risaeðlur og bíla, svo við foreldrarnir ákvaðum að kaupa hoppukastala handa honum í afmælisgjöf, nýjann bíl og nokkrar risaeðlur, sem fengu allar svo innilegt faðmlag frá afmælisbarninu um morguninn þegar hann vaknaði.

image

image

image

Hann bauð vinkonu sinni Alexöndru í afmælisboð og kvöldmat ásamt stóru systur hennar, mömmu og pabba. Hann fékk flotta risaeðlu í safnið sitt frá Alexöndru sem hann var svo ánægður með. Það þurfti endilega að koma rigning, svo við hjónin ákvaðum að setja bara upp skemmtigarð í stofunni okkar í staðinn.

image

image

Það var mikið sport að fá að fara út í rigninguna og stappí pollum á strigaskónum og drullumalla í sparifötunum. En þegar maður á afmæli þá má allt 😉

image

image

Það var hoppað, hlegið og leikið sér allann daginn. Litla afmælisveislan heppnaðist alveg stórkoslega vel. Það var svo yndislegt að sjá hvað þau höfðu gaman.

image
Við sýndum svo dans Show á stórri sýningu í Þýskalandi þann 17.júní sem gekk meiriháttar vel. Stemningin var mikil og áhorfendur alveg frábærir.

image

image

Við dönsuðum sex dansa, fimm keppnisdansa og eitt Show.

image

Eftir hvern dans skipti ég um kjól og Nikita talaði við áhorfendur og svaraði skemmtilegum spurningum á meðan ég fór og skipti.

image

image

image

image

Við sýndum um miðnætti, staðurinn sem við sýndum á var rúmlega 300 km frá þar sem við búum. Vinkona okkar kom með okkur til að passa Vladimir Óla á meðan uppá hótelherbergi. Strax eftir sýninguna urðum við að bruna heim,klukkan var að verða 03:00 þegar við lögðum af stað til baka og þreytan vel inni. Nikita skutlaði mér og Vladimir heim svo Vladimir gæti haldið áfram að sofa, en ég fór beint að klára að pakka á meðan hann skutlaði barnapíunni heim til sín sem er klukkutíma frá heimilinu okkar.Nikita keyrði svo strax til baka og sótti okkur. Ég var tilbúin með töskurnar, við keyrðum síðan 200 km í viðbót beint uppá flugvöll í næsta flug til Írlands.

image

Tveir sætir og þreyttir á leiðinni inní flugvél.

image

image

Það er alltaf stuð í flugvélinni 😉

Um leið og við lenntum á Írlandi þurftum við að flýta okkur því það beið bíll eftir okkur sem skutlaði okkur síðan uppi dansskóla vinafólks okkar á Írlandi þar sem rúmlega 30 manna hópur beið eftir makeup kennslu frá mér.

image

Nikita kenndi hópæfingar á meðan ég hjálpaði þeim sem voru að fara að keppa daginn eftir með makeup trix og hugmyndir.

image

Þegar við  vorum búin fórum við uppá hótel. Röddin mín var horfin, nefið var alveg stíflað og hausverkurinn mættur, ég þurfti endilega að fá hita daginn fyrir mót. Strákarnir mínir pössuðu mig og stjönunðu við mig.Við kepptum svo daginn eftir, ég viðurkenni að heilsan var ekki sú besta.

image

Það þýddi samt lítið annað en að brosa bara í gegnum þennan skýt…

Við kepptum ekki fyrr en um kvöldið sem var ágætt, svo við gátum verið til staðar fyrir pörin sem voru að keppa og fylgst með um daginn og ég gat því líka málað nokkrar stelpur.

image

Vladimir Óli horfði á keppnina með okkur og fannst alveg æðislega gaman og klappaði með.

image

Við fórum síðan bara uppá hótelherbergi og gerðum okkur klár fyrir keppnina okkar um kvöldið.

image

image

keppnin var haldin á hótelinu sem við gistum á svo það var voða þægilegt að geta skottast upp á hótelherbergi ef það vantaði eitthvað.

image
Þessi yndislega og fallega stelpa kom í förðun til mín fyrir keppnina. Hún er frá Írlandi og heitir Hanna eins og ég, og það er skemmtilegt að segja frá því að hún Hanna sigraði tvöfaldan sigur í sínum flokki.

image

Tilbúin í úrslitin …

image

image

Ég og Nikita kepptum síðan um kvöldið og enduðum á því að sigra mótið og urðum því Irish Open Champions 2016.

image

Við fórum ánægð í háttinn og það var svo gott að komast á mjúkan koddann. Morguninn eftir keyrðum við yfir á annað hótel og Vladimir Óli fékk auðvitað nýju bikarana í safnið sitt og var mjög sáttur.

image

image

Nikita var að kenna allan daginn eftir mótið á Írlandi og ég og Vladimir höfðum það kósí og gátum slappað af og hvílt okkur uppá hótelherbergi. Ég þurfti mikið á þcí að halda enda hálf slöpp.

image

Lisa sæta kom í makeup kennslu til mín uppá hótelherbergi og Vladimir fannst það mikið fjör. Vladimir og Lísa eru mjög góðir vinir:)

daginn eftir flugum við beint til Þýskalands…

image

image

Stóri strákurinn minn sat einn í miðjunni og fannst það mikið stuð;)

Þegar við lentum keyrðum við heim, pökkuðum  uppúr töskum og strax ofaní aftur og keyrðum beint til Ítalíu þar sem næsta keppni var haldin.

image

Við vorum komin til Ítalíu rúmlega 4:00 um nóttina svo við fórum beint uppá hótelherbergi að sofa, Vladimir Óli var auðvitað löngu sofnaður í bílnum svo hann hélt bara áfram að sofa vært. Nikita þurfti að vakna klukkan 07:00 og keyra til Mínalanó og sækja Vasily litli bróðir sinn sem var að lenda frá Rússlandi.

Hann er nú kominn til okkar og ferðast með okkur. Hann hjálpar okkur að passa Vladimir Óla á danskeppnum og á meðan við æfum.

Við fórum í einkatíma og hópæfingar og æfðum því mikið vikuna fyrir mótið.

image

Við ákváðum að taka föstudaginn alveg í hvíld og skelltum okkur á ströndina þar sem veðrið var líka svo gott.

image

Vladimir elskar sjóinn, hann skoðaði marglyttur með pabba sínum og hjálpaði mér svo að týna fallega kuðunga og skeljar í garðinn hennar Eygló ömmu.

image

image

image

Fallega gullið mitt sáttur eftir daginn á ströndinni:)

image

Við kepptum síðan síðasta sunnudag á Low Cost 2016 á Ítalíu í 40 stiga hita. Það var mjög heitt bæði inni og úti.

image

image

Við enduðum svo í 4. Sæti af rúmlega 90 pörum og vorum bara alveg rosalega ánægð með þann árangur.

Beint eftir keppnina urðum við að bruna heim með allt make-uppið og hárgreiðslubna til Þýskalands 900 km og sækja nokkra hluti heim til okkar og pakka fyrir Ísland og keyra svo 150 km uppá flugvöll.

 Þegar við vorum loksins komin heim til okkar eftir 9 tíma keyrslu höfðum við smá stund til að taka uppúr töskunum aftur og pakka nýju hreinum fötum ofaní áður en við lögðum af stað uppá flugvöllinn í næsta ferðalag sem var Ísland.

image

Það var mjög freistandi að leggjast uppí rúm en það varð að bíða þangað til við myndum lenda á Íslandi.

það var svo yndislegt að labba út í ferska íslenska loftið okkar, það er alltaf jafn gott. Pabbi sótti okkur uppá völl og Vladimir Óli hljóp í fangið á Óla afa.

image

Ég var orðin svo yfir mig spennt að hitta alla fjölskyldu mína. Litla systir mín Eygló Mjöll var að verða mamma, hún eignaðist fullkominn prins 27.maí ásamt kærasta sínum Sævari og ég var orðin svo spennt að sjá loksinns litla frænda með berum augum í fyrsta sinn! Unnur Kristín stóra systir mín var að fara að gifta sig og þessvegna vorum við líka að koma til Íslands. Það var rosalega mikil tilhlökkun og spenna fyrir brúðkaupinu. Allur undirbúningurinn vikuna fyrir stóra daginn var svo skemmtilegur!!!!!!….

image

Brúðkaupið var síðan í gær 02.07.16 og það var GEGGJAÐ!!!….

það kemur nýtt blogg og myndir mjög fljótlega. Þetta var Fallegasta og skemmtilegasta brúðkaup ég hef farið í!

Ég ætla að enda þetta á mynd þar sem ég er með fallega gula blómið sem Vladimir Óli týndi handa mér útí garði áðan, kom svo labbandi til mín og gaf mér elsku sjarmurinn minn:)

image