Ferðalag og fjör ;)

image

 

image

Á laugardaginn höfðum við fjölskyldan kósídag heima hjá okkur í Þýskalandi. Við tókum langan göngutúr um hverfið okkar og heilsuðum uppá nágranna okkar.

image

Vladimir Óli fór á bílnum sínum og pabbi hans dró hann upp brekkurnar:)

image

Fallegu gullin mín :)

image

Við skoðuðum líka pöddur og fundum meðal annars þessa sætu litlu maríubjöllu. Þær hafa verið í uppáhaldi frá því ég var lítil stelpa.

image

image

Við kíktum líka á rólóvöllinn sem er fyrir neðan húsið okkar og fórum í leiktækin.

image

Jibbbbbííí…..

image

image

Vladimir sýndi okkur svo hvað hann er orðinn duglegur að labba upp tröppurnar alveg sjálfur:)

image

Ég elska að fara í göngutúr í hverfinu okkar, það er allt svo fallegt. Það er alveg sama hvar maður labbar það eru fallegar rósir og blóm útum allt.

image

Þessar fallegu rósir voru við göngustíginn svo fallega bleikar, ég varð að taka mynd af einni sem mér fannt svo áberandi falleg.

image

image

Sæti töffarinn minn;)

image

image

Við mættum nágrönnum okkar á leiðinni til baka sem voru nýkomin heim úr búðinni. Þau voru að taka innkaupapoka úr bílnum sínum og drógu uppúr einum pokanum nammi og gáfu okkur, það fannst mínum ekkert slæmt;)

image

image

Við nutum þess að vera úti allan laugardaginn því svo á sunnudaginn þá lögðum við að stað til Ítalíu.

image

Aðal sportið af öllu var samt að fá að renna sjálfur niður  innkeyrsluna heima.

image

Fallega gullið mitt steinsofnaði í mömmu fangi um leið og við komum inn, enda alveg búinn á þvi eftir langan göngutúr.

image

 Nikita útbjó ávaxtabakka sem við nörtuðum svo í á meðan við pökkunum ofaní ferðatöskur og gerðum allt klárt fyrir Ítalíu.

image

Við fórum keyrandi til Ítalíu svo allur sunnudagurinn fór í það að keyra þangað.

image

Fyrsta stoppið var auðvitað kaffistopp. Á bollanum sem ég fékk stóð “I Love Coffee ” sem er alveg hárrétt.

image

Mér og Vladimir Óla okkur finnst sumar neglurnar mínar flottastar svona litríkar. Þegar maður veit ekki hvaða lit maður á að vera með þá bara setur maður þá alla á 😉

image

 Við fengum fallegt veður alla leiðina og útsýnið var æði. Við stoppuðum nokkrum sinnum og keyptum okkur að borða og teygðum úr okkur.

image

Við vorum komin uppá hótel um miðnætti svo það var farið beint í háttinn. Vladimir sofnaði snemma í bílnum á leiðinni svo hann fór snemma á fætur og hoppaði og skoppaði í rúminu og vakti okkur foreldrana klukkan  05:20 mánudagsmorguninn. Við fengum okkur því morgunmatinn snemma og fórum beint útá rólóvöll með stýrurnar í augunum.

image

Fallega gullið mitt spenntur að fara útá leikvöllinn á Ítalíu og alveg eeeeekkert þreyttur:)

image

image

Þessi róla var skemmtileg því þarna gat hann rólað alveg sjálfur:)

image

image

Við vorum ein á rólóvellinum til að byrja með en síðan komu fleiri og þá fyrst byrjaði fjörið! Allir krakkarnir léku sér saman og foreldrar ömmur og afar voru með.

image

Okkur fannst ótrúlega gaman að sjá hvað foreldrarnir voru mikið með krökkunum ogsvoleiðis veltu sér með þeim uppúr grasinu og hlupu á eftir þeim í eltingarleik. Nikita og Vladimir voru með og ég sat á bekknum hló og skemmti mér vel!

image

Við erum búin að bralla margt og mikið frá því við komum. Í gær þriðjudag fórum við á dansæfingu og Vladimir kom með okkur í einkatíma. Það var svaka fjör haha…hann heylsaði uppá hina dansarana og dillaði sér fyrir framan spegilinn á bleyjunni því hann vildi sko ekki vera í buxunum, litli grallarinn minn.

image

Við skelltum okkur í kvöld göngutúr í gær og Vladimir Óli fór á ferðabílnum sínum sem við tökum alltaf með okkur í þær ferðir sem við fljúgum ekki.

image

Við hittum tvær sætar kisur sem voru á röltinu og minn var ekki lengi að hoppa af bílnum og hlaupa til þeirra.

image

Þær voru voða vingarnlegar og komu til okkar. 

image

Við tókum sirka klukkutima langan göngutúr. Við hittum kisurnar tvær þegar við vorum ný lögð af stað og þær löbbuðu á eftir okkur allan tímann .

image

það var bara voða gaman að hafa þær með:)

image

það er búið að vera um 30 stiga hiti hjá okkur siðan við komum.

image

litli dundarinn minn :)

image

Það er margt og mikið skemmtilegt búið að gerast hér á Ítalíu sem ég segi ykkur betur frá fljótlega….En ég læt þetta duga í bili og læt þetta enda á mynd af mér og Vladimir Óla uppí rúmi í náttfötum í kósí að horfa á teiknimyndir :)

Góða nótt og fallega drauma xxx…