Hver dagur er ævintýri…..

image

Hver dagur í lífi okkar Bazev fjölskyldu er ævintýri. Einn daginn erum við heima hjá okkur í Þýskalandi og næsta dag erum við stödd einhverstaðar allt annarstaðar í heiminum. Fyrir stuttu tókum við stóra ákvörðun, sem kom mjög skyndilega sem við ákváðum að kýla á. Við elskum ævintýri og ég hlakka til að segja ykkur frá þessari skemmtilegu ákvörðun okkar….. fljótlega 😉

image

Það er orðið svolítið langt síðan ég bloggaði síðast og ég  ætla að reina að láta ekki líða svona langt á milli aftur. Mig langar að segja ykkur smá frá Ítalu ferðinni sem við fórum í fyrir stuttu, og deila með ykkur nokkrum myndum frá þessari skemmtilegu keppnis ferð…

image

Vikuna fyrir mótið fórum við í æfingarbúðir þar sem við tókum einkatíma, fórum á þrek æfingar snemma á morgnana og fórum í allskonar test. Það var rosalega gaman og erfitt líka.

image

Við vorum á hóteli rétt hjá danskólanum. Þótt við elskum að vera úti þá héldum við okkur innandyra þegar sólin var sem heitust.

image

Yndislega vinkona okkar Natalía sem býr í Noregi var svo æðisleg að koma og vera með okkur á Ítalíu og passa Vladimir Óla á meðan við foreldrarnir vorum á æfingum.

image

Natalía og Vladimir Óli löbbuðu mikið yfir á leikvöllinn sem var rétt hjá hótelinu og léku sér í góða veðrinu á meðan við vorum að æfa. Natalía er mjög góð vinkona hans Vladimirs Óla og þau þekkjast líka vel, enda passaði hún hann oft þegar hann var bara nokkra mánaða gamall þegar við vorum á kvöld æfingum og bjuggum á Íslandi. Hún kom einnig með okkur til Finnlands í mars og passaði Vladimir fyrir okkur á keppninni þar.

 

image

Töffarinn minn að borða á góða veitingarstaðnum sem við borðuðum hádegismat og kvöldmat nánast á hverjum degi.

 

image

Hótelið sem við gistum á var líka stutt frá ströndinni og auðvitað skelltum við okkur þangað daginn fyrir mót aðeins til að slappa af og hafa gaman.

 

image

 

image

Labba saman útá strönd…

image

Það var voða notalegt að labba í hlýja sandinum á táslunum og hlusta á öldurnar í sjónum. Vladimir sat og dundaði sér lengi í sandinum, enda ströndin einn risa sandkassi sem mínum þótti sko æði !

image

image

Við fundum sand hól sem var voða vinsælt að labba upp og renna sér svo niður ..

image

“Víjjj….”  Heyrðist í litla grallaranum mínum:)

image

Það voru mikið af leiktækjum á ströndinni og margar skemmtilegar rennibrautir sem vöktu mikla lukku hjá mínum þar sem hann elskar rennibrautir!…. Við fórum “nokkrar” ferðir 😉

image

Hann náði líka að plata pabba sinn með sér í allar rennibrautirnar…

image

Hahah…

image

Hann náði meira að segja að fá hann í stærstu rennibrautina.

image

Vladimir Óli beið svo auðvitað eftir pabba sínum þegar hann var búinn að renna sér niður:)

image

Fallegu strákarnir mínir :)

image

Það var líka gaman að fara saman og renna:)

image

fallega gullið mitt sem var að fíla sig í botn á ströndinni

image

Ég og Vladimir kláruðum að borða á undan Nikita og Natalíu svo við löbbuðum að sjónum og fórum að skoða skeljar

image

Strákarnir fóru svo í sjóinn að finna krabba og ég týndi kuðunga og skeljar handa mömmu minni og pabba í fallega garðinn þeirra heima á Íslandi. Natalía fann margar flottar skeljar sem hún gaf mér svo í safnið:)

image

Natalía fann marglyttu sem hún og Vladimir skoðuðu saman og honum fannst hún frekar fyndin. Hann fékk að pota í hana áður en þau létu hana í sjóinn aftur:)

image

Það var 30 stiga hiti svo það var mjög heitt!…

image

Pabbi sá til þess að bera nóg af sólarvörn svo að það væri engin hætta á því að brenna. Hvítur sætur nebbi í stíl við bolinn.

image

Natalía sæt að fá sér ís í hitanum :)

image

Ég og elsku besta Natalía mín:)

image

image

Við skemmtum okkur svo sannarlega vel.

image

Vladimir vissi sko alveg að þetta var hestur enda erum við búin að vera svo dugleg að æfa dýrahljóðin.

image

Og fílinn þekkti hann mjög vel því Eygló amma safnar fílum og hann skoðar fíla safnið í hvert skipti sem við komum til Íslands í heimsókn. Fílahljóðið var með fyrstu dýrahljóðunum sem hann lærði.

image

labba yfir á næsta stað þar sem voru fleiri leiktæki…

image

Ég elska Ítalíu!!!

image

Við kepptum svo á sunnudeginum rétt eftir hádegi, það voru yfir 100 pör sem tóku þátt og við enduðum í 3. sæti og vorum rosalega ánægt með árangurinn. Við  vorum mjög vel stefnd og alveg full af orku og áttum virkilega góðan dag. Í úrslitum stóðu Natalia og Vladimir fremst og kvöttu okkur áfram.

image

Daginn eftir mótið skelltum við okkur til Mílanó þar sem við áttum góðar stundir áður en við skutluðum Natalíu uppá flugvöll.

image

Við fengum líka fallegt veður  síðasta daginn sem byrjaði með sól og endaði með rigningu sem litla mínum fannst sko ekki leiðinlegt!.. Að stappa í pollum er mjög ofarlega á vinsældar listanum hans.

image

Vladimir Óli var í miklu dansstuði og sýndi nokkra flotta takta  😉

image

Fuglarnir voru vinalegir og heylsuðu uppá okkur, Þessi ferð var algjört æði!

Ég hef svo margt skemmtilegt að segja ykkur frá, en ég vill ekki hafa þetta of langt blogg, svo það verður ekki langt í að þið heyrið frá mér næst;)

Knús og kossar frá Þýskalandi xxx…