Nú fer næsta ferðalag að hefjast!!!

image

Það er ótrúlegt hvað vikan er búin að vera fljót að líða !

Í dag er 13.maí sem þýðir að það er aðeins einn mánuður í tveggja ára afmælið hans Vladimirs Óla. Ég er búin að vera að skoða allskonar skemmtilegar hugmyndir varðandi veisluna sem við ætlum að halda. Það  verður gaman að deila því öllu með ykkur þegar að því kemur, en við fjölskyldan eigum eftir að gera alveg heilan helling fram að því, meðal annars nokkrar utanlandsferð.

image

En svona til að segja ykkur smá meira frá því sem við erum búin að gera skemmtilegt þessa viku annað en að æfa á fullu fyrir Ítalíu ferðina sem við förum í á mánudaginn næsta, þá fórum við fjölskyldan í göngutúr og gáfum öndunum brauð. Við fórum með nýbökuð croissant stykki til þeirra. Við geymdum brauðið í grænu fötunni hans Vladimir Óla.

image

Vladimir Óli labbaði á undan , enda veit hann alveg hvaða leið við löbbum, við erum búin að fara svo oft að hann ratar þetta sjálfur.

image

image

þegar við vorum komin að tjörninni voru fullt af sætum öndum sem að biðu eftir að fá brauð. Ég er viss um að þær séu farnar að þekkja okkur þar sem við komum reglulega og heimsækjum þær og alltaf komum við með croissant handa þeim.

image

Þegar við heylsuðum uppá þær sáum við að þær voru með gesti, á steinunum voru krúttlegar skjaldbökur sem að höfðu það notarlegt í sólinni með þeim.

image

Þetta er að vísu ekki í fyrsa skipti sem þær eru þarna. Þær virðast kíkja oft í heimsókn eins og við.

image

Um leið og við byrjuðum að kasta brauðinu komu endurnar syndandi til okkar og voru greinilega mjög ánægðar með brauðið.

image

Vladimir Óli var svo duglegur að kasta brauði útí til þeirra….

image

Hann passaði sig nú að smakka brauðið inná milli til að vera viss um að það væri i lagi með þetta brauð sem hann var að gefa þeim, haha litla dúllan mín.

image

image

Þegar við við vorum búin að gefa öndunum brauð þá löbbuðum við yfir á leikvöllinn sem er nokkrum mínútum frá.

image

Þessi litli lækur er alltaf jafn spennandi og það er oftast stoppað í smá stund og sullað í honum áður en við höldum áfram að labba á leikvöllinn.

image

image

Við fórum beint og skoðuðum litlu steinana. Vladimir færði mér nokkra vel valda steina sem ég passaði á meðan þeir feðgar fóru á vegasaltið.

image

image

Sæti snúðurinn minn sem er svo duglegur að vega sjálfur…

image

Ég veit ekki hversu oft var farið í rennibrautina en ég hætti að telja eftir 10 og ákvað að skella mér með…

image

Eftir fyrstu ferðina fór ég líka nokkrar ferðir í viðbót. Við elskum að fara á leikvöllinn og leika, það eru svo mörg skemmtileg tæki sem að foreldrar geta einnig verið með í sem mér finnst vera snilld.

image

Við erum búin að vera mikið í búðum að skoða og kaupa ýmislegt, þar sem við erum meðal annars að breyta herberginu hans Vladimirs Óla.

image

Þessi sæti selur fékk nýtt heimili og býr núna heima hjá okkur. Hann er heppin að eiga Vladimir Óla sem pabba því hann hugsar mjög vel um hann, gefur honum ís og allt 😉

image

Svona talandi um ís þá langar mig að sýna ykkur nýja uppáhalds ísinn okkar sem er heimatilbúinn. Við elskum öll ís og í þessum mikla hita þá fáum við okkur ís nánast á hverjum degi.

image

Þennan gerði ég handa Vladimir Óla. Hann elskar banana og jarðaber og þessvegna ákvað ég að hafa einn ísinn með bönunum og jarðaberjum blönduð við ferskan berjadjús sem ég þynnti svo með vatni.

image

Ég gerði líka einn með hindberjum og bönunum. Ofaní hann setti ég svo hreynann banana og appelsínu safa.

image

Vladimir er sjúkur í nýju íspinnana sem mamma hans býr til og honum finnst líka sport að fá að vera með lokið af ísnum því þá getur hann lokað honum og lagt ísinn frá sér þegar hann vill. Eins og sést á myndinni er lubbinn ekki eins mikill á litla krúttinu mínu þar sem við skelltum okkur í sumarklippingu :)

image

Ég gerði síðan einn bláberja í bland við uppáhalds ísteið mitt. Þennan íspinna átti ég;)

image

Siðan voru gerðir nokkrir svona góðir fyrir okkur hjónin. En þessi gæti ekki verið auðveldari, bara Sprite og hlaupbangsar! Og hann er Geggjaður!

Ég er með alveg heilan helling af snilldar hugmyndum handa ykkur sem ég sýni ykkur fljótlega.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag, það er best að fara að hvíla sig því á morgun er ég að fara að gera svolítið skemmtilegt sem ég segi ykkur frá síðar 😉

Góða nótt og fallega drauma.