Ferðalag eftir helgi, við elskum sumar!

image

image

Við fjölskyldan erum stödd heima hjá okkur í Þýskalandi. Við förum til Ítalíu í næstu viku svo við njótum þess að vera heima hjá okkur í sól og sumaril á meðan. Um helgina fengum við yfir 30 stiga hita í garðinum okkar svo við vorum úti alla síðustu helgi.

image

Ég elska sumarið!… Að vakna á morgnanna og labba útí garð á stuttbuxum og nærbol er svo notarlegt.

image

Við borðum morgunmatinn úti í garði hjá okkur á morgnanná og borðum kvöldmatinn úti líka þegar það er mjög heitt.

image

Við búum nokkrum mínútum frá bænum og erum því í mjög rólegu og fjölskylduvænu hverfi, þar sem er mikið af krökkum. Við erum mjög heppin að vera með stóran garð þar sem við getum leikið með Vladimir Óla á daginn þegar við erum heima hjá okkur.

image

Rétt hjá okkur er risa leikgarður og inní garðinum eru allskonar söfn, meðal annars bílasafn. Vladimir Óli elskar flotta bíla og þess vegna ákváðum við fjölskyldan að fara saman og skoða bílasafnið.

image

Við sáum alveg fullt af geggjuðum bílum. Þetta safn er með flottari söfnum sem ég hef farið á. Það er gaman að segja frá því að þessi sæti rauði traktor sem er fyrir aftan okkur á myndinni er Porsche traktor. Þeir byrjuðu víst á því að búa til traktora og selja þá áður en þeir fóru svo útí það að búa til Porsche sportbílana.

image

Þennan flotta bleika Ford Thunderbird Convertible væri ég alveg til í að keyra! Hann er frá 1958 og það eru einungis 62 eftir í heiminum.

image

image

þessi mátti ekkert vera að þvi að kyssa mömmu sína enda svo mikið spennandi að skoða.

image

þessir voru sko flottir…

image

image

Við skoðuðum heilann helling af rosalega fallegum bílum, lestum, flugvélum og helling fleira sem var til sýnis á söfnunum.

image

image

image

Bílarnir voru allir svo flottir og þessi svarti Chevrolet Covrette Stingray árgerð 1969 fannst okkur sko flottur. Vladimir sagði bara “vaaaá brrrrrmmm” við alla þessu flotta bíla.

image

Söfnin voru stór og við löbbuðum mikið. Það var mjög heitt svo það var farið og keyptur ís á safninu sem Vladimir fékk að smakka og fannst bara alls ekkert vondur;)

image

image

Þessi flotti hvíti Mercedes Benz 540K B-Cabriolet sem er fyrir aftan mig á myndinni er frá árinu 1939. Það er eitthvað svo krúttlegt við hann.

image

Þessi Merdedez Benz 400 fór á markaðinn árið 1927. Mér finnst hann æði! Ég hefði viljað taka myndir af öllum bílunum, en þá held ég að minniskortið hefði klárast í símanum,en ég tók nú samt einhverja tugi mynda til að eiga sjálf.

image

Nikita og litli bróðir hans Vasily fóru á flugvélasafnið líka, en á meðan fórum við Vladimir Óli í leiktækin.

image

Sandurinn var í miklu uppáhaldi enda elskum við að leika í sandkassanum heima…

image

Við skoðuðum litlu rafmagnsbílana..

image

Vladimir Óla fannst litlu bílarnir alveg geggjaðir, hann vildi auðvitað fá að prófa líka.

image

Svo þeir feðgar skelltu sér á smá rúnt:)

image

Daginn eftir að við fórum á bílasafnið ákváðum við að fara í lautarferð í stóra grasagarðinn sem er rétt hjá okkur. Vladimir fór á flotta rauða bílnum sínum sem hann er orðinn svo flinkur að stýra sjálfur.

image

Nikita og Vasily litli bróðir hans fóru í Bakaríið og keyptu allskonar nesti og kaffi til að hafa með.

image

Í garðinum er risa veggur sem er þakinn mosa og niður vegginn rennur saltvatn. Það eru hægindabekkir kringum allann fossinn, og þarna getur fólk setist niður ,slappað af og andað að sér vatninu sem að kemur frá fossinum sem er rosalega hollt og gott.

image

Vladimir Óli fór með pabba sínum að skoða mosa fossinn.

image

Það er gaman að vera frjáls og hlaupa um eins og maður vill í náttúrunni, þótt það komi fyrir að maður detti stundum þá er það allt í lagi því grasið er svo mjúkt:)

image

image

Fallega gullið mitt:)

image

Það er skógur í garðinum sem gaman er að fara í göngutúr í. Inní honum er svo leikvöllur og veitingarstaður með bekkjum og borðum þar sem hægt er að tilla sér.

image

Ég og Vladimir erum að verða ansi klár í að byggja sandkastala. Þarna vorum við að búa til risaeðlu höll fyrir flottu risaeðlurnar hans.

image

Á leikvellinum eru ekki bara skemmtileg leiktæki, heldur búa líka sætir litli póníhestar, asnar og lamadýr. Krakkarnir geta farið að girðingunni og klappað þeim.

image

Við fórum og spjölluðum lengi við asnana sem voru svo vingjarnlegir.

image

Það eru svo mörg falleg tré í garðinum, einnig eru epplatré útum allan garðinn og öllum er frjálst að fá sér epli af trjánum.

image

Garðurinn er rosalega stór og margt fallegt að skoða. Það er alveg sama hvar í garðinum maður er staddur það er alltaf hægt að leggjast útaf í hægindabekk hvort sem það er við göngustíginn úti á miðju túni eða inní skógi.

image

image

Við elskum umhverfið hér hjá okkur. Það er svo mikið af fallegum gróðri sem ég gæti eitt heilu dögunum í að skoða. Vladimir hefur gaman af því að skoða blómin með mér og finna ilminn af þeim og segir alltaf “mmmm namm” :)

image

Þessi bleiku blóm finnst mér svo girnileg, mig langar helst að borða þau…

image

Við erum ákveðin í því að í sumar þá fær garðurinn okkar að eignast fullt af fallegum blómum.

image

Strákarnir mínir sem ég elska svo mikið!..

Ég ætla að láta þetta nægja núna, og ég ætla að enda þetta blogg á einni mynd af okkur fjölskyldunni á leiðinni í búðina að kaupa svolítið skemmtilegt í snilldar verkefni sem ég er að gera, ég segi ykkur frá því fljótlega:)

image

Sólskyns knús og kossar :*