Skemmtileg myndataka!

image

image

Daginn áður en við lögðum af stað frá Íslandi heim til Þýskaland, fórum við með son okkar Vladimir Óla í myndartöku til  Heidu HB. Við förum eingöngu til hennar í myndartökur þar sem okkur finnst hún lang best! Ég er alveg ástfangin af myndunum sem við fengum frá síðustu töku og mig langar að deila þeim með ykkur.

image

image

Fallegi strákurinn minn:)

Við erum alltaf alveg rosalega ánægð með allar myndir sem við fáum frá henni. Vladimir Óli er búinn að stækka svo hratt og það styttist í tveggja ára afmælið hans sem er 13.júní. Þetta var því alveg tilvalinn tími til að fara með prinsinn í flotta töku til Heidu.

image

image

image

Mér finnst myndirnar alveg einstaklega fallegar, þær eru mjög faglega og vel unnar hjá henni, sem mér finnst skipta miklu máli. Heida er að mínu mati klárlega ein sú efnilegasta á landinu þegar kemur að ljósmyndartökum.

image

image

Vladimir fór strax í svaka stuð þegar hann mætti í stúdíóið til hennar, og myndartakan gekk eins og í sögu.

image

image

Ég ætlaði ekki að trúa því hvað hann væri stilltur og góður. Hann hló og það fór ekki á milli mála að hann skemmti sér vel. Þau tvö unnu mjög vel saman og honum fannst Heida meirihátttar skemmtileg.

image

image

Elsku gullið mitt:)

image

image

Sæti töffarinn minn sem stóð sig svo vel! Við foreldrarnir vorum þvílíkt stolt af honum.

Mér langar líka að deila með ykkur nokkrum myndum eftir hana Heidu, sem mér þykir líka rosalega vænt um.

image

Ég fór í bumbumyndartöku til hennar þegar ég var ólétt af Vladimir Óla. Ég var ákveðin í að fara í bumbutöku, en eins og kannski margar þekkja, þá koma stundum tímar á meðgöngunni þar sem manni finnst maður líta út eins og rostungur og alveg sama í hvaða föt farið er í, þá er bara ekkert að virka. Ég upplifði nokkra svona daga á meðgöngunni þar sem spegillinn var langt því frá að vera minn besti vinur. Ég hlæ af þessu í dag og hristi hausinn, en þar sem hormónarnir voru eitthvað að stríða mér þarna þá var ég á mörkunum við að hætta við tökuna.

image

Ég ákvað síðan auðvitað að fara, því ég vissi að ef ég færi ekki ætti ég eftir að sjá eftir því seinna, sem ég hefði gert. Ég vissi að sama hvað þá ættu myndirnar eftir að verða flottar þar sem ég treysti henni hundrað og tíu prósent, því hún veit alveg hvað hún er að gera.

image

Tökudagurinn var 10.april sem er afmælisdagur Unnar Kristínar stóru systir, og ég man mjög vel eftir þessum degi. Það var æðislega gaman hjá okkur, ég var með fulla ferðatösku með allskonar kjólum sem Heida hjálpaði mer að velja á milli uppá hver kæmi best út í hvaða umhverfi.

image

image

Ég var svo ótrúlega ánægð með að hafa farið í tökuna, og var ennþá ánægðari með útkomuna.

image

Ég og Nikita fórum svo líka saman í töku þegar ég var komin lengra á leið.

image

image

Eins og allar tökurnar hjá henni, þá skemmtum við okkur konunglega.

image

image

image

Hún er snillingur í að koma með flottar hugmyndir.

image

image

Við höfðum myndirnar fjölbreyttar þar sem við vildum bæði eiga fyndnar og skemmtilegar myndir og einnig myndir sem voru meira  í rómantíska kantinum.

image

Þegar Vladimir Óli okkar síðan fæddist kom Heida heim til okkar og tók alveg æðislegar myndir af honum heima í stofu sem hún síðan setti í bók fyrir okkur ásamt bumbu myndunum.

image

image

image

image

Hann svaf nánast alla tökuna og það var yndislegt að sjá hvað honum leið vel á meðan tökunni stóð.

image

image

image

Litla fallega mandlan mín nokkra daga gamall:)

image

image

Við fjölskyldan :)

Við pöntuðum síðan þrjár bækur hjá Heidu, eina fyrir okkur og hinar tvær fyrir ömmu og afa á Íslandi og ömmu og afa í Rússlandi.

image

Þeim fannst öllum bókin alveg geggjuð. Mamma og pabbi og eins við, geymum bókina uppstillta frammí stofu, en mamma hans Nikita geymir hana á náttborðinu inni hjá sér svo hún geti skoðað hana áður en hún fer að sofa.

image

Það er auðvitað erfitt fyrir foreldra hans Nikita að búa svona lant í burtu frá okkur og eins fyrir foreldra mína.

image

Við ferðumst mjög oft til Íslands á keppnir og eins hafa foreldrar mínir verið dugleg að koma og heimsækja okkur. Við ferðum sjaldnar til Rússlands og það er ekki eins auðvelt fyrir þau að koma til okkar, þessvegna finnst þeim æðislegt að eiga þessa fallegu bók sem Heida gerði fyrir okkur.

image

Bókin er full af skemmtilegum og fallegum myndum. Okkur þykir virkilega vænt um þessa bók.

26. Júlí 2014 Skírðum við Vladimir Óla og giftum okkur í leiðinni. Við höfðum samband við Heidu því við vildum að hún tæki myndir í skýrninni og brúðkaupinu, en þar sem hún var rúmliggjandi með lungnabólgu þá komst hún ekki. Við erum ákveðin í að fara í brúðartöku til hennar þótt það séu að verða komin tvö ár frá því við giftum okkur, því við viljum bæði eiga fallegar brúðarmynd af okkur fjölskyldunni eftir Heidu

Hægt er að skoða fleiri fallegar myndir eftir Heidu inná Heida HB á Facebook  og á heimasíðu hennar www.heidahb.com.