Snilldar Íslands ferð!!!

image

Við vorum  að koma heim til okkar til Þýskalands. Eftir að við lentum þurftum við að keyra rúma 7 klukkutíma til að komast heim til okkar því flugvöllurinn í Berlín er töluvert langt frá. Sólin tók vel á móti okkur  og það var mjög hlýtt…

image

Það var svo gaman á Íslandi og við skemmtum okkur konunglega með fjölskyldu og vinum eins og alltaf. Það er alveg ótrúlegt hvað við náðum að gera á þessum stutta tíma sem við vorum á Íslandi. Ég er ekki að fatta hvernig í óskupunum við náðum þessu öllu. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá því sem að stóð uppúr að mér fannst, en ég mun þó ekki alveg segja frá öllu, því sumt kemur í ljós aðeins seinna. Þetta yrði líka aðeins og langt blogg ef ég ætlaði að fara að segja ykkur frá öllu.

image

Daginn eftir að við lentum á Íslandi, sýndum ég og Nikita  á 20 ára afmælishátíð DÍH (Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar) sem er dansfélagið sem ég og Nikita æfum í og keppum fyrir.

image

Það er gaman að segja frá því að í nýjasta Séð&Heyrt blaði kom út í dag er talað um 20 ára afmæli DÍH ásamt skemmtilegum og flottum myndum.

image

Hér er ein mynd úr Séð&Heyrt af mér og Nikita ásam elsku Auði Haraldsdóttir okkar sem er framkvæmdarstjóri DÍH.

image

Vasily Bazev litli bróðir hans Nikita kom líka með okkur til Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur á klakann og hann var fljótur að hrífast af fallega landinu okkar. Honum brá samt smá þegar við keyrðum heim frá Keflavíkurflugvelli þegar hann sá ekkert nema endalaust hraun 😉

image

Hver einasti dagur sem við vorum á Íslandi var planaður frá morgni til kvölds, svo það var ekki mikið um slökun hjá okkur. En eitt af því fyrsta sem við gerðum þegar við komum til Íslands var að fara á barinn. Nammibarinn í Hagkaup er eini barinn sem ég fer á;)

Eins og ég var búin að nefna áður, þá er litla systir mín Eygló Mjöll ólétt, og á von á litlum strák í næsta mánuði ásamt Sævari kærasta sínum.

image

Ég , stóra systir okkar Unnur og bestu vinkonur litlu systur minnar vorum búnar að plana óvænt Baby-shower handa henni þegar ég komi til landsins.

image

image

image

Við vorum búnar að plana þetta tveim mánuðum áður en ég kom, svo ég var orðin mjög spennt!

image

Dagurinn rann upp og vorum við systur á fullu að skreyta og skipuleggja daginn fyrir fallegu litlu systir okkar.

image

Unnur stóra systir gerði þessi fallegu súkkulaði húðuðu ber, og sem betur fer sá hún um heitu réttina líka….

image

Nei það var ekki leikskólabarn sem sá um þessar heldur var það ég :)

image

Við urðum að fá litlu systir okkar eitthvert í burtu á meðan við skreyttum heimili hennar. Allt gekk eins og í sögu og heppnaðist vel… Nema kakan sem ég gerði ….

svona átti kakan að verða….

image

……

image

En af einhverjum ástæðum var hún SVONA !hahah. Í miðjum bakstri kom mamma inní eldhús. Ég mátti varla vera að því að tala við hana því ég var að reina að klára þessa blessuðu köku því ég átti eftir að baka slatta í viðbót, en ég gaf mér þó tíma til að líta upp og segja hæ. Hún stóð og horfði á mig með sama svip og hún gerði stundum þegar ég var yngri og hafði gert eitthvað af mér. Eldhúsið leit út eins og eg hefði sprengt það upp, matarlitur og krem útum allt, ég tek það fram að það var ekki mér að kenna heldur voru þetta lélegir pokar sem að rifnuðu við minnsta þrýsting og sprungu því. Ég hef ákveðið eftir þessa margra klukkutíma bökunar hörmung… að halda mér dans meginn og vera ekkert of mikið í bakstrinum. Litla kakan mín fékk nafnið Litla Ljót. Mömmu minni fannst kakan mjög flott sem segir mér það hvað hún elskar mig mikið.

image

Við stelpurnar ákváðum að gefa Eygló mjöll barnaföt í Baby-showergjöf fyrir litla ófædda prinsinn, og ég var svo heppin að fá að taka það að mér að versla öll barnafötin úti í Þýskalandi, og það var sko gaman ! :)

image

Ég lenti þó í smá vandræðum þegar ég ætlaði að loka ferðatöskunni því þetta voru yfir 30 flíkur og tvennir snjógallar ásamt mínum fötum. En það hafðist þegar Nikita kom til hjálpar og settist á töskuna á meðan ég smellti henni.

image

Ég sótti litlu systir mína heim til mömmu og pabba eftir að við vorum búnar að gera allt tilbúið heima hjá henni og allar stelpurnar komnar.

image

Hún hélt að við værum að fara tvær saman heim til hennar í video kósí en svo var ekki, því þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér voru allar bestu vinkonurnar mættar og við systurnar í óvænt baby shower.

image

Fallega Unnur stóra systir :)

image

Það var alveg æðislega gaman, enda ekkert nema frábærar stelpur sem voru þarna saman komnar.

imageFallegur hópur.

Bikarmeistaramótið okkar var haldið í Laugardalshöllinni sunnudaginn 23.apríl

image

Þeir sem sigra Bikarmeistaramót fá rétt til að fara á Heims-bikarinn og Evrópubikarinn, en aðeins eitt par frá hverju landi fær að fara. Við hjóninn, sonurinn og litli bróðir Nikita mættum fyrr, og síðan komu mamma og pabbi.

image

Besti pabbi minn í heimi!!!!

image

Ég elska að hafa mömmu og pabba á keppnum. þau eru best! Ég væri ekki komin svona langt í dansinum nema vegna þeirra stuðnings og hjálpar.

Seinna um daginn komu báðar systur mínar og mennirnar þeirra. Það var svo gaman að hafa þau öll á keppninni með okkur.

image

Við sigruðum mótið og urðum því Bikarmeistarar 2016. Vladimir okkar svaf þegar við dönsuðum úrslitin og verðlaunarafhendinguna, svo hann fékk því Bikarana þegar hann kom heim og var  mjög sáttur.

image

image

Eygló Mjöll litla systir, litli bumbubúinn og Sævar kærastinn hennar.

image

Auður Haraldstóttir framkvæmdarstjóri DÍH.

image

Séð&Heyrt lét sig ekki vanta á keppnina.

Fallegi Vladimir Óli minn heldur betur flottur á forsíðu Séð&Heyrt

image

image

Fallegu systur mínar sem ég elska svo mikið!

image

Ég man vel eftir þessu mómenti, við vorum komin útá keppnisgólfið og vorum að fara að byrja að dansa þegar ég sá ljósmyndarann í horninu, lagið var byrjað en ég ákvað nú samt að taka eina pósu fyrst;)

image

Það voru rosalega margar flottar myndir í blaðinu hjá þeim vikuna eftir mótið af glæsilegum danspörum.

Rúv mætti líka á keppnina og tók upp…

image

Þeir sýndu síðan frá dansmótinu um kvöldið sem gladdi mitt hjarta mikið þar sem mér finnst vera sýnt alltof lítið frá dansinum í sjónvarpi á Íslandi.

Stöð 2 mætti einnig og þeir sýndu líka frá dansinum um kvöldið.

image

image

image

Ég veit að það er alveg fullt af fólki á Íslandi sem myndi vilja sjá mikið meira um dansinn í sjónvarpinu, svo þetta er flott byrjun.

Það sem var líka svo gaman, var að þennan sama dag og við vorum að keppa 23. apríl , þá voru nákvæmlega 2 ár síðan Nikita fór á skeljarnar fyrir framan Gullfoss, og ég var kasólétt af Vladimir Óla.

image

Nikita er búin að vera rosalega duglegur að fara með litla bróðir sinn og sýna honum flotta staði á Íslandi.

image

Þeir skelltu sér t.d  á Gullfoss og Geysi og Vladimir Óli fór með þeim. Þeir tóku svo margar fallegar myndir handa mér. Það var þó ein mynd sem var klárlega ein af mínum uppáhalds og það var þessi hér sem þeir feðgar  færðu mér sunnudaginn 23.apríl

image

image

Fyrri myndin var tekin af Nikita þegar hann bað mín á Gullfossi og ég ólétt að Vladimir Óla

Seinni myndin er svo af Vladimir Óla og Nikita pabba á sama stað tveimur árum seinna.

Við systur erum mjög nánar og ég viðurkenni það alveg að það er mjög erfitt að búa  í öðru landi, og geta ekki bara hoppað uppí bíl og keyrt til þeirra þegar ég vil, og það sama á við um foreldra mína, það er oft sem ég vildi óska þess að við fljölskyldan gætum hoppað uppí bíl og keyrt til þeirra. Það er það erfiða við það að búa svona langt í burtu.

image

image

Við nutum því tímans og vorum saman og kíktum útað borða, keilu, bíó og fleira skemmtilegt þegar tími gafst.

image

Mamma og pabbi eru snillingar þegar það kemur að góðum kvöldverð og það er alltaf veisla að koma í mat til þeirra og alltaf mikið hlegið.

image

Þorri unnusti Unnar og Unnur stóra systir.

Þegar við vorum ekki á fundum, eða að skipuleggja veislur og skreyta, eða í myndartökum, eða með einkatíma ….

image

þá fórum við á æfingar, því það er stutt í næsta keppnisferðalega sem haldið verður á Ítalíu eftir rúmar tvær vikur.

Þrátt fyrir bókaða daga og lítinn tíma sem gafst til að heimsækja ættingja og vini, þá er alveg sama hversu mikið er að gera þegar við komum til Íslans, við heimsækjum alltaf Daníel afa og Unni ömmu.

image

Ég elska að kíkja í heimsókn til þeirra í kökur og kaffi. Þau eru mestu ljúfmenni sem finnast og mér þykir endalaust vænt um þau.

image

Ég hefði líka ekkert á móti því að geta heimsótt þau á hverjum degi. Við náðum að fara tvisvar í heimsókn til þeirra á meðan við vorum á Íslandi. Ég og afi fórum í göngutúr útí búð í bæði skiptin að kaupa kökur og sætabrauð með kaffinu.

image

Það var mikið stuð í síðustu heimsókn hjá þeim, en eftir kaffið fórum við fram í stofu og dönsuðum.

image

Eins og ég hef sagt frá áður er afi minn mikill danssnillingur og hann hefur sko engu gleymt

Unnur Kristín stóra systir mín er að fara að gifta sig 2.júlí. Svo á meðan ég og stóra systir mín  plönuðum Baby-shower fyrir litlu systur okkar vorum ég og litla systir mín að plana Gæsun ásamt góðum vinkonu hóp fyrir stóru systur okkar. Það var allt að gerast á sama tíma og ég verð að viðurkenna að það var mjög erfitt að halda þessu öllu leyndu, og passa að missa ekkert útúr sér. En það tókst hjá mér !

Ég, litla systir mín og stór góður vinkonu hópur vorum búnar að skipuleggja heilann dag í Gæsun fyrir Unni stóru systir sem byrjaði klukkan 09:00

Klukkan 09:00 voru allar skvísurnar mættar heim til mömmu og pabba. Við pöntuðum allar eins boli að utan sem við létum síðan prenta á Gæsun – Unnur Kristín með gylltum stöfum, við vorum með lita þema sem var gyllt bleikt og fjólublátt.

image

Klukkan 09:30 mættu síðan bílstjórarnir á glæsivögnunum sem skutluðu okkur heim til Unnar stóru systir. Það komu 3 Cadillac bílar og sóttu okkur.

image

image

Við systurnar og Maríanna vinkona vorum í fremsta bílnum sem var silfurlitaður frá árinu 1964.

image

Ég var í smá stund að átti mig hvernig ég opnaði hurðina á bílnum 😉

image

image

Stelpurnar voru síðan í hinum tveim sem voru örlítið nýrri eða frá 8.áratugnum sem voru dökk blár og vínrauður.

image

Þegar bílarnir voru allir komnir í eina röð fyrir utan heimili Unnar , fórum við allar inn og sóttum hana. Ég og litla systir mín vorum fremstar og hinar allar fyrir aftan, tilbúnar með upptökuvélarnar. Hún var komin á fætur og sat með kaffibollann sinn í sófanum inní stofu með öllum strákunum sínum að horfa á teiknimyndir.

image

Hún fékk 15 mínútur til að pakka sundföt- spariföt-snyrtidóti-hlýjum skóm- og hvítri peysu ofaní ferðatösku.

image

Við systurnar hjálpuðum henni auðvitað að pakka ofaní ferðatösku enda eru 15 mín ansi fljótar að líða.

image

Þegar Unnur litla gæs var tilbúin með töskuna sína fórum við allar útí bílana og keyrðum heim til mömmu og pabbi í rosa flottann Brunch sem við stelpurnar vorum búnar að dekka upp áður en við lögðum af stað.

image

Allar mættar og tilbúnar í daginn, það vantaði þó nokkrar á myndina sem að bættust við seinna um daginn.

image

Við systurnar og Gerður sem mjög sennilega margir kannast við en hún er eigandi Blush.is

image

Við borðuðum allar vel, enda ekkert smá glæsilegt úrval af kræsingum í boði. Þegar búið var að skála fékk Gæsin tvo bleika pakka.

image

Inní öðrum pakkanum var falleg krystalls kóróna með slöri og bleikur silki borða sem á stóð Bride to be með svörtum krystöllum.

image

Í seinni pakkanum voru svo  hvítir krystalls strigaskór í stíl. Ég fékk að taka að mér að sjá um outfittið hennar, og ég var ekki lengi að finna út hvernig ég vildi hafa hana. Hún er  svo mikil drottning að það kom ekkert annað til greina en að klæða hana upp í kristöllum.

image

image

Klukkan 12:30 kom síðan rúta og sótti okkur. Unnur Gæs vissi auðvitað ekkert hvert við værum að fara.

image

við systur á leiðinni hvert!?………..

image

Þegar við vorum komnar á staðinn var allt morandi í fjórhjólum og fleiri flottum bílum. Við fórum í Buggy bíla sem var alveg geggjað.  Við klæddum okkur allar í “sparigallana”.

image

image

Ég og Unnur sátum saman í bíl. Ég hélt að ég hefði keyrt hratt, en þegar Unnur settist við stýrið þá kom annað í ljós.

image

Við keyrðum uppá Hafrafjall upp hóla og hæðir og yfir ár.

image

Auðvitað tókum við nokkrar myndir efst uppi áður en við lögðum af stað niður aftur.

image

image

Við hlógum svo mikið á leiðinni niður fjallið að ég átti erfitt með að taka myndir sem voru ekki hreyfðar.

Þegar við komum niður höfðum við smá stund til að spjalla og skála fyrir Unni Gæs áður en rútan kom og skutlaði okkur á næsta stað.

image

Næsti staður var Egilshöllinn. Við fórum allar í keilu sem mig minnir að ég hafi unnið, eða kannski var ég nokkrum sætum frá fyrsta sætinu, ég man það ekki alveg enda skiptir það ekki öllu, heldur var það Unnur Kristín í flottu skónum ….;)

image

Unnur hefur alltaf verið mjög góð í keilu og vorum við að vonast til að þessir hælar myndu eitthvað draga úr fellum hjá henni, en svo var ekki.

image

Við vorum auðvitað allar orðnar glorhungraðar eftir buggy bíla ferðina, svo við fengum pizzur og Shake sem voru með betri pizzum sem ég hef smakkað ef ég á að segja eins og er.

image

image

Eftir alveg frábæra keilukeppni var komið að næsta stað.

Það var búið að vera mikið fjör og við allar búnar að vera á fullu allan daginn og dagurinn var svo sannarlega ekki búinn. Það var því alveg fullkomið að komast í sturtu og slappa síðan af  í Laugar Spa niðrí World Class.

image

image

Þegar við vorum komnar inní baðstofuna í Laugum helltist yfir mann afslöppunar tilfinning. Það var svo gott að leggjast í leðurbekkina inní slökunarherbergi með arinn fyrir framan sig, loka augunum og hlusta á fallega róandi tónlist.

image

image

Ég horfði á litlu systir mína sem var svo falleg, komin rúmar 31 viku á leið. Hún lá með lokuð augun í fallegum hvítum baðslopp fyrir framan eldinn og það var greinilegt að hún var að njóta sín í botn.

image

Gullfallega litla systir mín Eygló Mjöll geyslar svo sannarlega á meðgöngunni.

Sumar fóru beint í heitu pottana, aðrar í gufu. Við skáluðum svo allar á veitingarstaðnum sem er inní Laugar spa og áttum alveg frábæra stund. Þjónustan var svo sannarlega  til fyrirmyndar.

image

Eftir yndislega slökun fórum við allar og tókum okkur til fyrir kvöldið. Aðstæðan í Laugum var fullkomin fyrir okkur allar. Stórt og gott pláss,hárblásarar og sléttujárn voru á staðnum og stórir speyglar.

image

Tilbúnar fyrir kvöldið og endurnærðar.

Þegar við vorum allar tilbúnar, lögðum við af stað í veisluna.

image

Við stelpurnar vorum búnar að skreyta allt og gera rosa flott deginum áður.

image

Komin í veisluna …

image

Það var nóg úrval af öllu og við fengum glæsilegar veigar frá Globus og Rolf Johansen. Það var búið að dekka upp flott hlaðborð með  míni hamborgurum, kjúklinga og kjötspjótum, jarðaberjummeð súkkulaði, sushi og allskonar pinnamat frá þrjár á priki sem var mjög góður. Þetta er veisluþjónusta sem ég mæli með, maturinn er gerður frá grunni og klárlega fagmenn sem sjá um að gera matinn.

image

image

Ég föndraði nokkur glös sem ég gerði úr krukkum sem ég skreytti með bleikum og gylltum böndum og límdi bleik hjörtu á.

image

Það var mikil stemning og mikið hlegið. Við fórum í allskonar  skemmtilega leiki.

image

Unnur fékk síðan pakka sem við allar gáfum henni sem voru án merkimiða. Við áttum allar að gefa henni eitthvað sem að minnti á vinskap okkar ,einhverja skemmtilega minningu.

image

Eftir að hún opnaði pakkana átti hún síðan að giska frá hverjum pakkinn var og segja okkur síðan söguna.

image

PEACE var merki kvöldsins og við notuðum það alveg óspart… Allavega ég 😉

image

Við dönsuðum og borðuðum til skiptis enda var mikill afgangur a öllum matnum og snakk og nammiskálarnar ekkert færri.

image

Um miðnætti var síðan farið á skemmtistaðinn Austur í Reykjavík þar sem við fengum flöskuborð fyrir þessar þyrstu:)

image

Þessa í miðjunni ættu margir að þekkja en hún heitir Valborg Ólafsdóttir og tók þátt í Sjónvarpsþættinum The Voice. Við erum búnar að vera æsku vinkonur í rúm 22 ár.

image

Við héldum síðan áfram að dansa og hafa gaman. Þessi morgun/dagur/kvöld og nótt var meiriháttar skemmtileg og þjónustan á Austur var virkilega góð.

image

Það er gaman að segja frá því líka, að í dag kom út glænýtt blað hjá Séð&Heyrt þar sem er tekið var viðtal við Unni um þennan skemmtilega dag ásamt myndum.

image

Daginn áður en við fórum heim til Þýskalands,fórum við fjölskyldan í ótrúlega skemmtilega myndartöku sem ég sýni ykkur og segi ykkur frá fljótlega:)

Ég ætla að láta þetta duga í bili. Endilega haldið áfram að fylgjast með því  það er margt skemmtilegt framundan hjá okkur :)

þangað til næst :)