Sigur á Ítalíu og hvert er næsta ferðalag !?

image

image

 Á sunnudaginn kepptum við  hjónin á Ítalíu á móti sem heitir Trofeo Low Cost og það voru 81 pör sem að tóku þátt.

image

Keppnin var rúmum 100 km frá hótelinu sem við gistum á. Það var mikil sól og rosalega heitt úti og ennþá heitara inni.

image

Við byrjuðum að keppa rétt eftir hádegi á sunnudeginum og dönsuðum beint inní 48 para. Það kom smá pása áður en við áttum síðan að dansa aftur.

image

Vasily litli bróðir hans Nikita var með okkur á keppninni og passaði Vladimir Óla á meðan við vorum útá keppnisgólfinu. Það var leikvöllur yfir utan keppnis höllina svo þeir gátu leikið sér úti í góða veðrinu sem Vladimir var að fíla í botn. 

image

Við létum sauma á okkur nýja keppnisbúningar fyrir mótið og við vorum rosalega ánægð með útkomuna. 

image

Þegar við vorum búin að dansa 2.umferð fórum við strax áfram í þá 3. Sem var topp 24.

image

Við dönsuðum síðan áfram í undanúrslitum sem er 12 para og það gekk mjög vel. Nikita fór svo og kíkti á þau pör sem voru komin í úrslit og við vorum komin áfram.

image

Úrslitin voru um kvöldið svo við höfðum smá pásu til að borða og gera okkur klár fyrir finallinn sem eru topp 6 bestu pörin. Við vorum mjög ánægð með dansinn okkar, fílingurinn var góður og stuðningurinn frá áhorfendum var rosalegur.

image

Eftir úrslitin fengum við smá tíma til að þurrka svitann og svo var verðlaunarafhendingin. Þeir byrjuðu að lesa upp 1.sæti sem var “from ICELAND” !

image

Við vorum rosalega ánægð með sigurinn og daginn sem gekk eins og í sögu.

image

Þegar allt var búið fórum við að klæða okkur úr keppnisgallanum og í venjulegu fötin nema hvað…. Mín voru horfin.

Við leituðum útum allt en það var greinilegt að þau voru ekki þarna lengur. Það hefur einhverjum fundist þau svona rosalega flott. Ég var heppin að Nikita var með auka föt sem hann gat lánað mér.

image

Við vorum komin útí bíl að ganga 23:00. Við vorum öll mjög þreytt og hefðum helst viljað keyra til baka uppá hótel og leggjast uppí mjúkt rúm, en í staðin biðu okkar 800 km keyrsla til baka til Þýskalands. Sá litli svaf alla leiðina og hélt áfram að sofa þegar við vorum komin heim.

image

Aðfaranótt miðvikudags lögðum við af stað uppá flugvöllinn í Berlín, sem er um 500 km frá heimili okkar. Við urðum að leggja af stað klukkan 03:00 því við áttum flug um hádegi til ÍSLANDS!…

Við erum nú stödd inní stofu hjá elsku mömmu og pabba á Íslandi sem er alveg yndislegt. Það er alltaf svo gott að koma heim. Ég er að fara að byrja að taka mig til fyrir sýningu eftir smá stund.

Um helgina keppum við svo á Bikarmeistaramótinu í Laugardalshöllinni. Það margt og mikið skemmtilegt að fara að gerast hér á klakanum sem kemur í ljós bráðum.

image

Við óskum ykkur öllum

GLEÐILEGT SUMAR!!!!!!!