skyndi ákvörðun!!!!…

image

image

Það er heldur betur búið að vera mikið að gera hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef ekki getað komist í það að blogga þar sem að netið er svo lélegt þar sem við erum stödd núna. En nettengingin er örlítið betri núna svo ég nýti tímann og skelli í smá blogg fyrir ykkur.

image

Við tókum þá ákvörðun um helgina að fara í æfingarbúðir til Ítalíu sem að byrjuðu á miðvikudaginn.

image

Vasily Bazev litli bróðir hans Nikita sem er einnig guðfaðir hans Vladimirs Óla er með okkur hér á Ítalíu.

image

Vasily er barnapían okkar á meðan við erum á æfingum. Þeir frændur eru svo góðir vinir og það er yndislegt að sjá hvað Vladimir Óli heldur mikið upp á stóra frænda sinn.

image

Við njótum þess svo mikið að vera hér og þegar við erum ekki inni að dansa erum við úti í sólinni að leika. Hér vorum við á leiðinni í súpermarkaðinn að kaupa mat og sandala því það var ómögulegt að vera í strigaskóm í þessum hita.

image

Dagurinn i dag var þriðji dagurinn í æfingarbúðunum. Hér er um 28-30 stiga hiti og sól og æfingarnar  ganga alveg rosalega vel.

Við lögðum af stað frá Þýskalandi um miðnætti á þriðjudaginn og keyrðum alla nóttina svo litla gullið okkar gat sofið alla leiðina.

image

Þegar að prinsinn svo vaknaði, var hann allt í einu staddur á Ítalíu.

Um morgunin höfðum við smá tíma til að koma okkur fyrir uppá hótelherbergi, hoppa í sturtu og taka okkur til áður en við fórum á fyrstu æfinguna. Ég viðurkenni það að þreytan var vel til staðar,enda vorum við búin að keyra alla nóttina og ekkert búin að sofa, en um leið og við mættum í danstímann hvarf öll þreytan.

image

Frændurnir fóru saman á rólóvöllinn sem er í garðinum fyrir utan hótelið og léku sér á meðan ég og Nikita fórum á æfingu.

image

Í dag hefðum við átt að vera á leiðinni til Kína, þar sem Grand Slam mótið er haldið á morgun laugardag sem við vorum skráð á, en þar sem við gátum ekki farið, þá ákváðum við að fara til Ítalíu í staðinn. Á morgun er síðasti dagurinn hér í æfingarbúðunum, síðan á sunnudaginn keppum við hér á Ítalíu á keppni sem er haldin aðeins rúmum 100 km frá hótelinu sem við erum á núna, sem er bara snilld.

image

Kaffibollinn er mikill vinur okkar hjónanna í augnablikinu.

image

Svona til að segja ykkur aðeins frá því hvað við erum búin að vera að bralla síðustu daga annað en að dansa, þá skelltum við okkur meðal annars í dýragarðinn á sunnudaginn síðasta.

image

Vladimir Óli hefur mikinn áhuga á dýrum og er mikill dýravinur eins og við foreldrarnir, og elskar hann öll dýr stór sem smá.

image

Við erum búin að vera að æfa okkur í dýrahljóðum og það gengur ljómandi vel. Við ákváðum því að fara í dýragarðin og skoða öll flottu dýrin þar.

image

image

Við sáum mikið af dýrum eins og t.d þennan litla sæta flóðhest. okkur langaði helst bara að taka hann með heim hann var svo sætur.

image

image

Sá litli mátti ekki mikið vera að því að vera í einhverjum myndartökum, enda voru menn að fá sér snarl….engin friður! Haha..

image

Við skoðuðum apana sem voru með mikil læti en mjög sniðugir og skemmtilegir.

image

Níels kom og heylsaði upp á Vladimir..

image

og heylsaði líka svona fallega uppá Nikita með litlu fingrunum sem náðu ekki einu sinni utanum litla puttann hans.

image

Eftir að hafa skoðað apana varð maður auðvitað að klifra uppá stein eins og aparnir efst uppi 😉

image

Gróðurinn í dýragarðinum var ekkert minna spennandi…

image

þvílíkt glæsileg blóm og tré útum allt sem ég hefði ekkert á móti að hafa úti í garðinum mínum heima.

image

þegar Vladimir sá mömmu sína finna ilminn af blómunum, vildi hann líka fá að finna, svo pabbi hjálpaði honum.

image

image

Það sem ég elska þessa tvo mikið!….

image

image

Fallegu gullin mín!

image

Á meðan pabbi og frændi fóru að kaupa ís, löbbuðum við á undan til að skoða fílana. Hann þekkir þá mjög vel því Eygló amma er mikill fíla safnari og á einhverja hundruð fíla heima í öllum stærðum og gerðum sem hún hefur sýnt Vladimir Óla frá því hann var nokkra mánaða og þau mikið búin að skoða þá…

image

Fíllinn sem við sáum var þó töluvert stærri heldur en allir fílarnir hennar Eygló ömmu.

image

Ef ég hefði fengið að ráða, hefði ég skýrt þetta Listidýragrasagarð….það er svo mikið fallegt að skoða, falleg dýr, flott listaverk og magnaða náttúrufegurð…

image

Nikita var aðeins of seinn að koma inní mynd… :)

image

Við löbbuðum síðan í áttina þar sem gíraffarnir voru, þegar allt í einu heyrist í Vladimir ” bra bra”..!!!

Þá var þessi flotti páfugl á röltinu fyrir framan okkur. Vladimir þekkir endurnar vel þar sem við förum reglulega að gefa öndunum brauð, en þessi var heldur stór.

image

Við horfðum á stóru skrítnu öndina labba burt sem var ekkert að flýta sér.

image

Aldrei fær maður að borða í næði… Við sáum svo sæta gíraffa fjölskyldu , mömmu gíraffa pabba gíraffa og litla gíraffa barnið þeirra. Við skýrðum þau Nikita, Hanna og Vladimir

image

Við fundum svo eina sæta litla önd …

image

það var fengið sér sæti og horft á öndina synda fram og til baka. “Bra bra” heyrðist svo í mínum inná milli :)

image

Nashyrningarnir voru bara nokkuð hressir, og það var mjög athyglisvert að skoða þá og stúdera.

image

Górillurnar voru rosa flottar…

image

image

Fiskarnir voru  líka mjööög spennandi…

image

Þeir voru í öllum litum stærðum og gerðum…

image

Þessi var aðeins stærri heldur en gullfiskurinn sem amma og afi eiga….

image

En Vladimir Óla þótti hann svo sætur, svo hann gaf honum koss:)

image

Fiskarnir komu allir og heylsuðu uppá Vladimir, svo við eyddum góðum tíma í að spjalla við alla sætu fiskana.

image

Og auðvitað fengu allir koss:)

image

Og ekki gleymdi elsku gullið mömmu sinni:)

image

image

Við skoðuðum líka krókódílana ….

image

Og eðlur í öllum stærðum og gerðum…

image

Sumar komu og heylsuðu uppá okkur..

image

Og aðrar vildu held ég bara koma með okkur heim.

image

image

image

Við hvíldum okkur í grasinu og skoðuðum fallegu trén og blómin sem voru í kringum okkur, því dýragarðurinn var stór og því mikið labbað.

image

Við eyddum öllum deginum í dýragarðinum og vorum alveg fram á kvöld.

image

Síðan keyrðum við heim og bræðurnir skelltu kjöti á grillið á meðan ég og Vladimir lékum okkur í nýja sandkassanum útí garði.

Ég ætla að láta þetta nægja í bili og fara að hvíla mig, svo ég býð ykkur góða nótt og fallega drauma.