Sigur í Slóveníu!!!…

image

image

Í gær komum við fjölskyldan heim til Þýskalands eftir alveg stórkoslega helgi í Slóveníu. Við lögðum af stað til Ljublijana á föstudaginn en áður en við keyrðum af stað fór Nikita upá flugvöll til að sækja litla bróðir sinn hann Vasily, sem er búsettur í Rússlandi. Hann kom til að fara með til Slóveníu og passa Vladimir Óla fyrir okkur  á keppninni. Nikita var mjög spenntur að fara og sækja litla bróðir sinn, enda eru þeir bræður ekkert búnir að hittast frá því að við heimsóttum fjölskylduna hans til Rússlands í júní í fyrra. Það var æðislega gaman að sjá hann og fá hann til okkar, og þegar við vorum öll búin að knúsa og kreysta hhann vel og lengi, lögðum  við af stað til Slóveníu.

image

Það var mikið hlegið í bílnum á leiðinni.

image

Þetta var lang skemmtilegast!…..

image

Þessi litli snillingur gerir allt svo mikið betra!

image

það var mikið stuð hjá okkur á meðan bræðurnir sögðu brandara á rússnesku…

image

Við stoppuðum nokkrum sinnum til að fá okkur að borða og teygja úr okkur. Við fengum gott veður alla leiðina svo það var ekki verra. Þegar við vorum loksins komin, fóru strákarnir að kaupa kvöldmat. Á meðan bræðurnir keyptu mat, fórum ég og Vladimir Óli uppá hótelherbergi og fórum að taka uppúr töskunum.

image

Risaeðlurnar komu aðsjálfsögðu með til Slóveníu:)

Á laugardaginn var síðan keppnisdagurinn. Það voru um 60 pör sem tóku þátt.

image

Ég byrjaði að taka mig til og strákarnir fengu að sofa lengur. Vladimir fór síðan á fætur og hjálpaði mér.

image

ÁFRAM ÍSLAND!!!

image

Keppnin byrjaði klukkan 12:30 en þar sem við erum orðin alþjóðlegt stjörnupar þá þurftum við ekki að dansa fyrstu umferðina heldur komum við beint inní topp 48, svo við byrjuðum ekki að dansa fyrr en 16:30 sem var mjög fínt. Við gátum því notið þess að vera úti í sólinni á meðan.

image

Vladimir eignaðist vin á keppninni sem var jafn gamall og hann frá Rússlandi. Það var frábært að sjá hvað þeir náðu vel saman. Þeir hlupu útum allt, spjölluðu saman og hlógu mikið. Hvað þeir svo töluðu um vitum við ekki alveg, en það var greinilegt að það var eitthvað mjög fyndið. Vladimir sofnaði í fanginu mínu  klukkutíma áður en við fórum útá gólf í 48 para. Við komumst áfram í topp 24 og um leið og búið var að tilkynna 24 pörin sem voru komin áfram kom tveggja tíma pása á meðan það var verið að undirbúa kvöldið.

image

Þegar gala kvöldið byrjaði mættu öll pörin baksviðs og löbbuðu inná gólfið eitt og eitt í einu. Síðan hófst kvöldið. Við dönsuðum 24 para og komumst áfram í semi final sem er topp 12. Við höfðum smá tíma til að þurrka svitann áður en við dönsuðum síðan semi finalinn.

image

Þegar að hann var búinn fórum við á bakvið og biðum eftir að númerið kæmu uppá skjá með þeim pörum sem voru komin áfram í úrslit. Nikita fór og tékkaða og við vorum komin áfram!!!… Vladimir og Vasily léku sér og höfðu gaman á meðan við hituðum okkur upp fyrir úrslitin. Öll pörin sem fóru í úrslit dönsuðu einn sóló dans áður en að finallinn byrjaði. Við gáfum allt í dansinn og það var rosalega gaman að sjá hvað áhorfengur kvöttu okkur mikið og köllunu nöfnin okkar. Í síðasta dansinum stóð allur salurinn upp og klappaði með. Stemningin í keppnishöllinni var alveg rosalega mikil.  Eftir úrslitin fór ég beint til Vladimirs sem vildi greinilega koma í mömmu fang, svo hann kom beint í sveitta fangið mitt.

Við stóðum og horfðum á dansgólfið á meðan það var verið að koma pöllunum fyrir  inná gólfið og gera allt klárt fyrir verðlaunaafhendinguna. Okkar flokkur var síðastur til að vera tilkynntur. Það er oftast byrjar á því að tilkynna 6.sætið og svo koll af kolli. þegar það var komið að 4.sæti og það var ekki Ísland , urðum við nokkuð sátt með að vera komin á pall. Síðan kom að 3. sætinu og það var par frá Slóveníu, og þá varð spennan mikil. Það kom þögn í salinn og allir biðu eftir að heyra hvort parið yrði í 2. sæti , var það Ísland eða Ítalía. Eftir smá bið var Ítalía kallað í 2.sæti sem þýddi að við vorum sigurvegar!… Kynnirinn kallaði okkur síðan inná gólfið FROM ICELAND… og fólk stóð úr sætunum og klappaði og kallaði.

image

Vladimir var ekkert alltof sáttur að þurfa að fara úr fanginu mínu og til frænda síns, og kom því hlaupandi á eftir og klifraði uppá pallinn til okkar. Ljósmyndararnir streymdu inná gólfið til að ná myndum. Hann fékk því frekar mikla athygli á 1.sætis pallinum með mömmu sinni og pabba.Við sigruðum alla dansana og fengum heiðursbikar í lokinn. Við sýndum sigurdans og völdum að dansa jive. Þegar keppninni var lokið fórum við inní búningsherbergi og klæddum okkur úr keppnisgallanum og Vladimir ætlaði sko að halda sjálfur á nýju bikurunum sem hann fékk í safnið sitt, en annar þeirra var heldur stór, og fékk hann því hjálp frá stóra frænda til að halda á þeim útí bílinn.

image

Við vorum mjög ánægð með daginn og gjörsamlega búin á því, enda vorum við ekki komin uppá hótel fyrr en um miðnætti. Við fórum því öll mjög sátt og þreytt að sofa.

image

Við keyrðum svo til baka heim til Þýskalands á sunnudaginn og fengum sól og blíðu alla leiðina. Þegar við stoppuðum til að fá okkur að borða í Austurríki var 24 stiga hiti og sól. Vladimir hljóp um á gammosíum og stuttermabol og var að fíla sig í tætlur í þessu góða veðri. Konurnar á staðnum gáfu honum blöðrur sem hann tók síðan með sér í bílinn.

image

Það var ljúft að koma heim og kallarnir fóru beint í eldhúsið og elduðu mat. Ég og Vladimir horfðum á teiknimyndir á meðan.

Það er nóg framundan hjá okkur en næstu helgi förum við til Frakklands að keppa og bróðir hans Nikita kemur líka með okkur þangað. Hann verður með okkur í 5 vikur, því svo þarnæstu helgi förum við til Kína að keppa á Grand Slam móti og síðan til Íslands þar sem við keppum á bikarmeistaramótinu núna í apríl.

image

Ég ætla að fara að hvíla mig núna svo ég býð ykkur öllum góða nótt og fallega drauma.